Handbolti

Gísli fer í mynda­töku

Sindri Sverrisson skrifar
Gísli Þorgeir byrjaði leikinn af krafti og skoraði þrjú af fyrstu sjö mörkum Íslands, og þurfti aðeins þrjár tilraunir til.
Gísli Þorgeir byrjaði leikinn af krafti og skoraði þrjú af fyrstu sjö mörkum Íslands, og þurfti aðeins þrjár tilraunir til. VÍSIR/VILHELM

Gísli Þorgeir Kristjánsson varð að fara meiddur af velli eftir um tíu mínútna leik gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Gísli var augljóslega þjáður þegar hann hoppaði á öðrum fæti af velli, eftir að hafa lent illa á gólfinu og Domagoj Duvnjak um leið og Gísli skoraði þriðja mark sitt í leiknum.

Hlúð var að Gísla utan vallar í nokkrar mínútur en hann fór svo inn til búningsklefa og sást ekki meira hjá keppnisgólfinu eftir það.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi eftir leik að Gísli hefði meiðst í ristinni. Hann væri á leið á sjúkrahús í myndatöku til að skera úr um alvarleika meiðslanna og fleira væri ekki hægt að segja að svo stöddu.

Stutt er í næsta leik Íslands því liðið mætir Austurríki strax á miðvikudag. Eftir sigurinn gegn Króatíu í dag er mögulegt að leikurinn við Austurríki verði upp á sæti í undankeppni Ólympíuleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×