Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 22. janúar 2024 09:00 Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun