Sprengjur og tjöld Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Mér finnst að áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum mætti leggja sig meira fram við að skilja fólkið og sýna mannúð og mildi, frekar en að bregðast við fylgistapi með því að feta í fótspor Evrópskra poppúlista. VG þegir svo þunnu hljóði eins og venjulega og samþykkir með því hörkuna. Ég tek undir með nýjum borgarstjóra sem bendir á að við þurfum að sýna nærgætni þegar við tölum um fólk í svona viðkvæmri stöðu. Það gerði utanríkisráðherra ekki í færslu sinni. Ef málaflokkurinn er stjórnlaus, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins heldur fram, þá er það ansi hörð gagnrýni á alla dómsmálaráðherra flokksins síðasta áratuginn. Að þingið hafi brugðist heldur ekki vatni hjá ríkisstjórn sem er með meirihluta á þingi. Sú smekkleysa að nota mótmæli nokkurra Palestínumanna á Austurvelli til að tala fyrir auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi ætti síðan að dæma sig sjálf. Það liggur ekkert fyrir um það að þessi hópur tengist slíkri starfsemi með nokkrum hætti. Þetta er fólk sem vill hjálpa ástvinum að flýja sprengjuregn. Það getur varla verið svo flókið að skilja það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun