Maté: Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2024 21:15 Maté Dalmay fór ekki í grafgötur með óánægju sína í kvöld. Vísir / Anton Brink Haukar náðu ekki sigur í kvöld og varð fimmti tapleikur liðsins í röð að staðreynd þegar liðið tapaði fyrir Þór Þ. 91-81 í 14. umferð Subway deildar karla í kvöld. Maté Dalmay var ekki ánægður með margt í kvöld í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
„Auðvitað tók Lalli tvö eða þrjú leikhlé til að stoppa spretti hjá okkur en í raun og veru þurfti hann ekki að gera það því strax á eftir þá gerðum við einhverja þvælu“, sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður útí gang leiksins og hvar tapið hafði myndast í kvöld. „Við vorum að ruglast í vörninni og góður skotmaður hjá þeim fékk galopið skot eða við erum of djúpt í litla rúllinu hjá Semple. Auðvitað settu þeir niður góð skot, mér fannst allt sem að Davíð eða Emil slepptu í loftið fara ofan í en mér fannst við gera þeim allt of auðvelt að stoppa sprettinn okkar. Við vorum við það að fá trú á þetta og þá gerum við einhverja tæknifeila og spretturinn raungerist ekki.“ David Okeke gerði vel og Haukar leituðu til hans en hefðu mátt gera meira af því. Það varð samt svo þröngt oft þannig að sóknarleikur Hauka var of stirður á löngum köflum. „Ég tók stórann kall í fyrra og gerði það aftur núna en ég ætla ekki að gera það aftur því þeir eru lamdir í klessu. Þetta er ekki hægt. Benni [Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur] kvartaði yfir þessu um daginn með Milka. Þessir menn skora ekki nema að fá villu að auki en ekkert er dæmt þannig að þetta var í síðasta sinn sem ég tek stórann kall.“ Það var sem ekki jafnvægi í leik Hauka því hittni heimamanna var ekki góð þannig að það var ekki hægt að opna teiginn mikið fyrir Okeke og fleiri í liði Hauka. „Við erum náttúrlega ekki með frábært „spacing“ fyrir hann og Parsons en það er samt ekki vandamálið því þeir þurfa bara að skora einn á einn. Við erum ekki að ná í tvöföldun frá Semple eða Tómasi.“ Hvernig fannst Maté Everage koma inn í leik Hauka? „Hann gaf okkur það að þegar kom sprettur á okkur þá hélt hann okkur inn í leiknum með góðu einstaklingsframtaki. Hann átti erfitt í seinni og þeir gerðu vel á hann. Þeir eru með Darwin, sem við þekkjum og Tómas Val, sem eru góðir varnarmenn við þriggja stiga línuna. Hann var góður í fyrri og það dró af honum í seinni.“ En miði er möguleiki ekki satt? „Eins og ég sagði fyrir leik þá er þetta staðan sem engum langar að vera í. Við erum í einskis manns landi. Það er alltaf að lengjast í liðin fyrir ofan og við náum ekki að slíta okkur frá botnbaráttunni. Einhvern tímann kemur sigur frá Blikum þar lið mætir ekki tilbúið og svo þurfum við að vinna Hamar í næstu umferð. Við erum hálfu ári á eftir hinum eftir þetta helvítis rót á hópnum okkar.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Þór Þ. 81-91 | Tíu stiga sigur Þórs sem gerðu nóg í kvöld Þór frá Þorlákshöfn mætti í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og sótti stigin tvö sem í boði voru. Þeir unnu Hauka 91-81 og jafna þar með Njarðvíkinga í öðru sæti Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn var ekki ris mikill en gæði Þórsara skinu í gegn þegar á þurfti að halda. 19. janúar 2024 18:31
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti