„Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 22:01 Viggó Kristjánsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segist loksins hafa séð „íslenska geðveiki“ í strákunum okkar í gærkvöld þegar þeir mættu Þýskalandi á EM í handbolta. Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira