Enski boltinn

Klopp hefur rætt við Salah eftir að hann meiddist: „Hann fann fyrir þessu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah heldur um lærið.
Mohamed Salah heldur um lærið. getty/MB Media

Knattspyrnustjóri Liverpool, Jürgen Klopp, hefur rætt við Mohamed Salah eftir að hann fór meiddur af velli í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í gær.

Salah fór af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla í læri. Ekki er vitað hvort Salah verður eitthvað frá vegna meiðslanna og þá hvað lengi.

Liverpool mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Klopp ræddi við fréttamenn á blaðamannafundi í dag þar sem hann var meðal annars spurður út í meiðsli Salahs.

„Við vitum ekkert. Ég talaði við hann í gærkvöldi. Það er verið að kanna stöðuna á honum og þá vitum við meira,“ sagði Klopp.

„Honum brá þegar þetta gerðist. Hann fann fyrir þessu og við vitum hversu sjaldan Mo fer af velli svo þetta er eitthvað. Við sjáum til. Okkur vantar frekari upplýsingar núna.“

Egyptaland gerði 2-2 jafntefli við Gana í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Grænhöfðaeyjum á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×