Sport

Saga með ó­trú­lega endur­komu gegn Ár­manni

Snorri Már Vagnsson skrifar
(f.v.) Dom, Tight og Zolo áttu allir stórleik gegn Ármanni.
(f.v.) Dom, Tight og Zolo áttu allir stórleik gegn Ármanni.

Saga spiluðu gegn Ármanni í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld.

Liðin mættust á Nuke og Saga stilltu sér í vörn í fyrri hálfleik. Ármann sigruðu fyrstu lotur leiksins og komust í 4-0 áður en Saga bitu til baka í stöðuna 3-4. Ármann jóku forskot sitt að nýju í fjórar fyrir hálfleik þar sem Ármann héldu forystu þrátt fyrir mótlæti Sögu, þar sem frammistaða Tight, leikmanns Sögu, skein í gegn.

Staðan í hálfleik: Ármann 8-4 Saga

Saga voru þó hvergi nærri af baki dottnir. Seinni hálfleikur fór af stað með látum þegar Saga sigruðu fyrstu þrjár loturnar og minnkuðu muninn í 8-7. Ármann komust í 9 lotusigra en Saga náðu þá loks að finna taktinn og tóku lotu eftir lotu frá Ármanni, lotur sem Ármann hafði klárlega tilkall til að vinna. Sigrar Ármanns reyndust ekki verða fleiri og Saga fullkomnuðu endurkomuna í lok leiks eftir frábæra frammistöðu nánast allra leikmanna liðsins.

Lokatölur: Ármann 9-13 Saga

Saga eru nú komnir með 16 stig og fara því upp fyrir Ármann en eru jafnir þeim á stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×