„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur reynt að efla trú leikmanna eftir tapið slæma gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31