Strákarnir okkar gefa langfæstar sendingar á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 13:01 Elvar Örn Jónsson sendir boltann út í vinstri hornið í leiknum á móti Serbíu. Vísir/Vilhelm Mörgum finnst vanta meiri hraða og meira tempó í sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi og tölfræðin styður þá skoðun. Hnoðboltinn hefur verið allt of áberandi í þremur fyrstu leikjum Íslands og taktleysi sóknarleiksins hefur gefið andstæðingunum tækifæri til að hægja vel á sóknarleik íslenska landsliðsins. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá eru strákarnir okkar heldur ekki að gefa boltann á milli sín í leikjunum. Ekkert lið gaf færri sendingar í leikjum sínum í riðlakeppninni. Íslenska liðið gaf alls 1616 sendingar og 1586 þeirra heppnuðust. Það þýðir að 98,1 prósent sendinga heppnuðust en aðeins Ungverjar (98%) voru með lægri prósentu. Ekkert annað lið reyndi hins vegar færri en 1700 sendingar og liðið með næstafæstar heppnaðar sendingar voru Frakkar með 1692 slíkar. Íslenska liðið var því langneðst í þessum tölfræðiþætti. Liðið var nálægt sendingafjölda Svartfellinga í leik þjóðanna sem er eini sigurleikur strákanna en í leikjunum á móti Serbíu og Ungverjalandi þá var íslenska liðið langt á eftir þegar kemur að sendingum á milli manna. Færeyingar gáfu sem dæmi 2334 sendingar í þremur leikjum sínum eða 718 fleiri en íslenska liðið. 2314 sendingar þeirra heppnuðust líka sem gerir 99,1 prósent. Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500 Hér fyrir neðan má sjá neðstu liðin á listanum yfir flestar sendingar á Evrópumótinu i riðlakeppninni. EHF EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Hnoðboltinn hefur verið allt of áberandi í þremur fyrstu leikjum Íslands og taktleysi sóknarleiksins hefur gefið andstæðingunum tækifæri til að hægja vel á sóknarleik íslenska landsliðsins. Samkvæmt opinberri tölfræði mótsins þá eru strákarnir okkar heldur ekki að gefa boltann á milli sín í leikjunum. Ekkert lið gaf færri sendingar í leikjum sínum í riðlakeppninni. Íslenska liðið gaf alls 1616 sendingar og 1586 þeirra heppnuðust. Það þýðir að 98,1 prósent sendinga heppnuðust en aðeins Ungverjar (98%) voru með lægri prósentu. Ekkert annað lið reyndi hins vegar færri en 1700 sendingar og liðið með næstafæstar heppnaðar sendingar voru Frakkar með 1692 slíkar. Íslenska liðið var því langneðst í þessum tölfræðiþætti. Liðið var nálægt sendingafjölda Svartfellinga í leik þjóðanna sem er eini sigurleikur strákanna en í leikjunum á móti Serbíu og Ungverjalandi þá var íslenska liðið langt á eftir þegar kemur að sendingum á milli manna. Færeyingar gáfu sem dæmi 2334 sendingar í þremur leikjum sínum eða 718 fleiri en íslenska liðið. 2314 sendingar þeirra heppnuðust líka sem gerir 99,1 prósent. Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500 Hér fyrir neðan má sjá neðstu liðin á listanum yfir flestar sendingar á Evrópumótinu i riðlakeppninni. EHF
Sendingar í leikjum Íslands í riðlakeppninni: Fyrsti leikur: Ísland 566 - Serbía 867 Annar leikur: Ísland 721 - Svartfjallaland 736 Þriðji leikur: Ísland 329 - Ungverjaland 500
EM 2024 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira