Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Það var létt yfir Alfreð í Lanxess Arena í gær. vísir/vilhelm Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira