Myrti tvífara sinn til að flýja þrúgandi fjölskyldu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 08:36 25 ára gamall karlmaður frá Kósovó er talinn hafa stungið 23 ára gamla alsírska konu til bana til að hjálpa annarri, 24 ára gamalli þýsk-írakskri, að flýja undan oki fjölskyldu sinnar. Getty/Cornelia Hammer Réttarhöld yfir 24 ára gamalli þýsk-írakskri konu og 25 ára gömlum manni frá Kósovó hófust í Þýskalandi í gær. Parið er ákært fyrir hafa myrt 23 ára gamla konu í ágúst 2022. Hin ákærða kona er sögð hafa viljað sviðsetja dauða sinn í von um að flýja þrúgandi fjölskylduaðstæður. Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Málið má rekja aftur til 16. ágúst 2022 þegar tilkynnt var um hvarf þýsk-írakskrar konu, sem starfaði þá sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt og í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem stungið hafði verið ítrekað. Lögregla taldi víst að hin þýsk-írakska væri þar fundin og töldu foreldrar konunnar um lík dóttur sinnar að ræða. Annað kom þó í ljós þegar niðurstöður DNA-rannsóknar bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þarna væri í raun lík 23 ára gamallar alsírskrar konu sem var sláandi lík hinni. Vildi flýja kúgandi eiginmann Eftir umsvifamiklar aðgerðir tókst lögreglu að rekja ferðir þeirrar þýsk-íröksku til 23 ára karlmanns frá Kósovó. Þar fannst hún á lífi og voru bæði hún og maðurinn handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Samkvæmt umfjöllun Deutsche Welle um málið vildi hin þýsk-írakska ólm sleppa undan kúgun eiginmanns síns, fjölskyldu hans og samfélags þeirra en bæði eru Jasídar. Hún er sögð hafa gert tilraun til þess sem mistókst og því farið að leita annarra leiða. Bauð ókeypis fegrunarmeðferð Fyrst hafi konan reynt að ráða leigumorðingja til að bana mági sínum, sem var harðastur á því að ungu hjónin myndu ekki skilja. Þegar það hafi ekki gengið eftir hafi hún farið að leita að tvífara sínum á samfélagsmiðlum í þeirri von að geta sviðsett dauða sinn. Hún notaði samfélagsmiðla sína til að bjóða heppnum konum ókeypis fegrunarmeðferðir, en konan starfaði sem áhrifavaldur og snyrtifræðingur. Sú alsírska féll fyrir blekkingarleiknum og bauðst sú þýsk-írakska til að sækja hana fyrir meðferðina. Á leiðinni til Ingolstadt er hún sögð hafa keyrt inn í þéttvaxið skóglendi þar sem maðurinn frá Kósovó beið þeirra og myrti alsírsku konuna í köldu blóði. Samkvæmt málflutningi saksóknara keyrði unga parið svo með lík alsírsku konunnar í bílnum til Ingolstadt, þar sem þau komu bílnum fyrir á góðum stað þar sem hann myndi örugglega finnast. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu muni vara fram í maí og muni taka alls 28 daga.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. 1. febrúar 2023 17:07