Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 23:00 Vonbrigðin leyndu sér ekki í andlitum strákanna eftir leik í kvöld. vísir/vilhelm Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. Er ég vaknaði í morgun var ég ekki bjartsýnn á jákvæð úrslit í kvöld. Það vaknaði þó vonarneisti er Svartfellingar gerðu liðinu stóran greiða með því að skjóta íslenska liðinu áfram. Þá var búið að létta ákveðinni pressu og þetta varð allt í einu fyrsti leikur í milliriðli. Ok, fjötrunum létt og strákarnir fara að spila æðislegan handbolta hugsaði ég. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Fyrri hálfleikur var slakur en seinni hálfleikurinn var helmingi verri. Það stóð ekki steinn yfir steini. Markvarslan engin, dauðafæri fóru sem fyrr forgörðum, tapaðir boltar og kæruleysi. Menn stóðu bara með skófluna í hendinni og héldu áfram að moka sína holu. Það er með ólíkindum að horfa upp á heimsklassaleikmenn líta út eins og algjörir miðlungsmenn leik eftir leik. Það er eins og þeir séu þrúgaðir af spennu sem þeir kunna ekki að vinna á. Lítt reynt þjálfarateymið virðist svo ekki eiga neinar lausnir á því hvernig eigi að trekkja liðið í gang. Þegar upp er staðið er ljóst að íslenska liðið má telja sig drulluheppið að fara áfram. Þeir ferðast á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga. Ef lukkudísirnar hefðu ekki verið með strákunum í liði hefði það tapað öllum leikjunum og farið heim með öngulinn í rassinum. Það er ótrúlegt hvað féll mikið með liðinu í fyrstu tveimur leikjunum en þeir gátu ekki nýtt sér það. Strákarnir fá fjóra leiki í viðbót til þess að sanna hvað þeir séu góðir. Það er aftur á móti afar erfitt að vera bjartsýnn á framhaldið eftir þessa hauskúpuframmistöðu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Er ég vaknaði í morgun var ég ekki bjartsýnn á jákvæð úrslit í kvöld. Það vaknaði þó vonarneisti er Svartfellingar gerðu liðinu stóran greiða með því að skjóta íslenska liðinu áfram. Þá var búið að létta ákveðinni pressu og þetta varð allt í einu fyrsti leikur í milliriðli. Ok, fjötrunum létt og strákarnir fara að spila æðislegan handbolta hugsaði ég. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Fyrri hálfleikur var slakur en seinni hálfleikurinn var helmingi verri. Það stóð ekki steinn yfir steini. Markvarslan engin, dauðafæri fóru sem fyrr forgörðum, tapaðir boltar og kæruleysi. Menn stóðu bara með skófluna í hendinni og héldu áfram að moka sína holu. Það er með ólíkindum að horfa upp á heimsklassaleikmenn líta út eins og algjörir miðlungsmenn leik eftir leik. Það er eins og þeir séu þrúgaðir af spennu sem þeir kunna ekki að vinna á. Lítt reynt þjálfarateymið virðist svo ekki eiga neinar lausnir á því hvernig eigi að trekkja liðið í gang. Þegar upp er staðið er ljóst að íslenska liðið má telja sig drulluheppið að fara áfram. Þeir ferðast á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga. Ef lukkudísirnar hefðu ekki verið með strákunum í liði hefði það tapað öllum leikjunum og farið heim með öngulinn í rassinum. Það er ótrúlegt hvað féll mikið með liðinu í fyrstu tveimur leikjunum en þeir gátu ekki nýtt sér það. Strákarnir fá fjóra leiki í viðbót til þess að sanna hvað þeir séu góðir. Það er aftur á móti afar erfitt að vera bjartsýnn á framhaldið eftir þessa hauskúpuframmistöðu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira