Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 16. janúar 2024 18:00 Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun