Spáir hækkun vaxta og segir samninga um hóflegar launahækkanir ekki nóg
Það er ekki nóg að semja aðeins um hóflega launahækkanir í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði eigi að ná niður verðbólgunni heldur þarf sömuleiðis að fylgja með aðhald í opinberum fjármálum og peningastefnu Seðlabankans, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Hann er svartsýnn á að vextir gangi niður í bráð og spáir því að meginvextir Seðlabankans muni þess í stað hækka um tvær prósentur á árinu samhliða áframhaldandi aukningu í straumi ferðamanna til landsins.
Tengdar fréttir
Hærri álagning fyrirtækja vegur ekki „þungt í þróun verðbólgu“
Miklar launahækkanir hafa verið „megin drifkraftur“ mikillar verðbólgu hérlendis, ekki aukinn hagnaður fyrirtækja. Aukinn hlutur hagnaðar fyrirtækja hefur verið nokkru minni en aukinn launakostnaður á undanförnum árum, sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi þar sem vaxtaákvörðun var kynnt í morgun.
Laun ófaglærðra hækkað mun hraðar en annarra stétta með fjölgun ferðamanna
Launakjör ófaglærðra á Íslandi, sem eru nú þau bestu sem þekkjast í Evrópu, hafa batnað mun hraðar en annarra stétta frá aldamótum en kaupmáttur lágmarkslauna hefur þannig nærri tvöfaldast á meðan þeir sem eru með meistarapróf úr háskóla hafa upplifað nánast enga kaupmáttaraukningu, að sögn forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Meginskýringin að baki þessari þróun sé „eðlileg afleiðing“ af efnahagsástandinu þar sem aukinn straumur ferðamanna til landsins hafi búið til mikla sókn í ófaglært vinnuafl.
Framleiðni stendur í stað þrátt fyrir mikinn hagvöxt eftir faraldurinn
Þrátt fyrir skjótan og umtalsverðan efnahagsbata eftir faraldurinn þá hefur það að sama skapi ekki skilað sér í auknum vexti í framleiðni sem hefur staðið í stað um tveggja ára skeið. Landsframleiðsla á mann um mitt þetta ár var þannig sú hin sama og á árinu 2019, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans.