Erlent

Stígur til hliðar og hyggst hjálpa Biden að ná aftur kjöri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
John Kerry á COP28 ráðstefnunni í sem haldin var Dubai í desember.
John Kerry á COP28 ráðstefnunni í sem haldin var Dubai í desember. EPA

Bandaríski stjórnmálamaðurinn John Kerry segist ætla að stíga til hliðar sem sérstakur loftslagsráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna seinna á árinu til þess að aðstoða Joe Biden Bandaríkjaforseta og frambjóðanda með kosningaherferð sína. 

Reuters hefur eftir talsmanni Kerry að hann hafi tjáð starfsmönnum sínum í dag að hann hygðist stíga til hliðar seinna í vetur og að hann ætli að aðstoða Biden með forsetaframboð sitt næstkomandi kosningar. Þær fara fram í nóvember.

John Kerry bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2004 en tapaði gegn George W. Bush. Hann sat í öldungadeild fyrir Massachusetts árin 1985 til 2013 og gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna árin 2013 til 2017. Kerry er áttatíu ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×