Handbolti

Ung­verjar rétt mörðu sigur | Spánn stein­lá gegn Króatíu

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Getty

Ungverjaland hafði betur gegn Svartfjallalandi í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi.

Liðin eru með Íslandi og Serbíu í riðli sem mættust fyrr í kvöld og skildu jöfn 27-27 og því var möguleiki að hirða efsta sæti riðilsins með sigri.

Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en í hálfleik var staðan 14-14. Ungverjar virtust alltaf vera skrefi á undan í seinni hálfleiknum og komust í 19-16 en það var stærsti munurinn á liðunum.

Lokakaflinn var virkilega spennandi en Ungverjaland náði að landa tveggja marka sigri 26-24. Markahæstir í leiknum voru þeir Arsenij Dragasevic hjá Svartfjallalandi og Bence Banhidi hjá Ungverjalandi en þeir voru með sex mörk hvor.

Næstu leikir liðanna eru á sunnudaginn en þá mætir Svarfjallaland Íslandi og Ungverjaland mætir Serbíu.

Í B-riðli voru það Spánverjar og Króatar sem mættust þar sem Króatar fóru með sigur af hólmi. Lokastaðan í leiknum var 39-29, heil tíu mörk á milli liðanna en þetta var stærsta tap Spánar í úrslitakeppni síðan á HM 2009 þegar liðið tapaði 22-32, einnig fyrir Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×