Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íþróttadeild Vísis skrifar 12. janúar 2024 19:50 Bjarki Már Elísson var flottur á móti Serbíu í kvöld og nýtti færin sín vel. Vísir/Vilhlem Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. Það leit allt út fyrir grátlegt tap í þessum leik eftir að íslenska liðið var á eftir allan seinni hálfleikinn en strákarnir gáfust ekki upp og tókst að vinna upp þriggja marka mun á síðustu hundrað sekúndum leiksins. Bestu menn íslenska liðsins voru hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Guðjónsson en eins átti Viggó Kristjánsson mjög flotta innkomu í seinni hálfleik þegar það var löngu orðið ljóst að þetta væri ekki dagur Ómars Inga Magnússonar. Aron Pálmarsson tók lítið af skarið en skoraði tvö rosalega mikilvæg mörk á lokamínútum leiksins og vann boltann líka mörgum sinnum af harðfylgni í vörninni. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Serbíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (15 varin skot- 53:17 mín.) Lék eins og besti markvörður heims framan af leik og varði átta af fyrstu tíu skotnum sem á hann komu en svo kólnaði hann snögglega. Kom sterkur inn undir lokin og varði tvo mikilvæga bolta á lokasekúndum leiksins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (7/1 mörk - 58:50 mín.) Spilaði mjög vel í vinstra horninu, nýtti færin sín vel og var markahæsti leikmaður íslenska liðsins. Klikkaði reyndar á einu vítakasti. Leit nokkrum sinnum ekki vel út í vörninni en sjálfstraust hans í færunum var liðinu gulls ígildi. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 37:19 mín.) Var lengstum fjarverandi í sóknarleiknum þegar liðið þurfti á miklu meira frá honum en var aftur á móti að vinna góða bolta í vörninni. Snorri hvíldi hann stóran hluta seinni hálfleiks og sendi hann síðan inn á aftur í lokin. Það skilaði sér því Aron tók þá af skarið og skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í blálokin. Þessi mörk voru svakalega dýrmæt. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 18:45 mín.) Það gekk ekki mikið upp hjá Gísla í leiknum og Serbarnir fengu líka að taka hart á honum. Hætti hins vegar aldrei að reyna og náði nokkrum sinnum að koma hlutunum á hreyfingu í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var hann samt langt frá sínu besta. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 1 (2/1 mörk - 35:15 mín.) Átti skelfilegan dag og lék einn sinn versta landsleik. Virkaði ragur og lítið kom út úr hans leik. Klikkaði líka á tveimur vítaköstum sem var dýrt. Hann getur miklu miklu betur og mun örugglega gera það í næstu leikjum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (6 mörk - 59:47 mín.) Spilaði mjög vel allan leikinn, nýtti sín færi vel og fann líka félaga sinn í hraðaupphlaupum. Sigvaldi skoraði líka jöfnunarmarkið á lokasekúndunum úr hraðaupphlaupi. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (1 mark - 14:24 mín.) Stutt gaman hjá Eyjamanninum í kvöld. Skoraði reyndar eitt Elliða-mark frá miðju í byrjun leiks en fékk stuttu síðar að sjá réttilega rauða spjaldið. Lítið hægt að mótmæla þeim dómi þótt að Elliði hafi vissulega verið óheppinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 45:36 mín.) Barðist vel í vörninni og stóð sig best af íslensku varnarmönnunum. Skoraði tvö mörk en spilaði ekki mikið í sókninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (4 mörk - 24:49 mín.) Átti mjög góðan innkomu í seinni hálfleiknum og leysti þá af mjög slakan Ómar Inga Magnússon. Skoraði fjögur góð mörk og fiskaði tvö víti. Sýndi það hversu dýrmætur hann getur verið þessu liði. Björgvin Páll Gústavsson, mark - 1 (0 varin skot- 5:25 mín.) Leysti Viktor Gísla af í stuttan tíma í seinni hálfleiknum en fann sig engan veginn. Snorri var fljótur að skipta honum aftur út þegar öll skot fóru framhjá honum.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 17:42 mín.) Kom inn af áræðni og verður ekki sakaður um að reyna ekki. Það kom samt lítið út úr því sem hann var að reyna alveg eins og hjá mörgum öðrum útileikmönnum íslenska liðsins. Ýmir Örn Gíslason, lína- 3 (3 stopp - 34:30 mín.) Fékk tækifærið til að spila meira eftir að Elliði fékk rautt spjald en fór illa með dauðafæri á línunni og spilaði ekki mikla sókn eftir það. Alltaf mikilvægur í varnarleiknum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (2 mörk - 13.01 mín.) Hefði mátt spila meira. Skoraði tvö góð mörk af línunni og sýndi að hann getur skilaði á þeim vallarhelmingi líka. Einar Þorsteinn Ólafsson, leikstjórnandi - Spilaði of lítið (1:30 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn en átti samt þátt í dramatíkinni í lokin með lifandi og áköfum varnarleik sem truflaði Serbana mikið. Stiven Tobar Valencia, vinstra horn - spilaði ekkiHaukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Íslenska liðið bjargaði stiginu með því að vinna lokasekúndurnar 3-0 en heilt yfir var liðið ekki að spila vel. Þetta var fyrsti leikur Snorra og hann virkaði svolítið yfirspenntur á hliðarlínunni. Hélt Ómari Inga alltof lengi inn á en gerði mjög vel í að spara Aron þar til að reynsla hans nýttist vel á lokasekúndum leiksins. Spennustigið var ekki rétt í þessum leik en þetta var líka fyrsti alvöru leikur liðsins undir hans stjórn. Mætir reynslunni ríkari í næsta leik. Sóknarleikurinn, sem átti að vera aðall liðsins var langt frá sínu besta en verður örugglega skoðaður vel á næstu dögum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Það leit allt út fyrir grátlegt tap í þessum leik eftir að íslenska liðið var á eftir allan seinni hálfleikinn en strákarnir gáfust ekki upp og tókst að vinna upp þriggja marka mun á síðustu hundrað sekúndum leiksins. Bestu menn íslenska liðsins voru hornamennirnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Guðjónsson en eins átti Viggó Kristjánsson mjög flotta innkomu í seinni hálfleik þegar það var löngu orðið ljóst að þetta væri ekki dagur Ómars Inga Magnússonar. Aron Pálmarsson tók lítið af skarið en skoraði tvö rosalega mikilvæg mörk á lokamínútum leiksins og vann boltann líka mörgum sinnum af harðfylgni í vörninni. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Serbíu: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (15 varin skot- 53:17 mín.) Lék eins og besti markvörður heims framan af leik og varði átta af fyrstu tíu skotnum sem á hann komu en svo kólnaði hann snögglega. Kom sterkur inn undir lokin og varði tvo mikilvæga bolta á lokasekúndum leiksins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (7/1 mörk - 58:50 mín.) Spilaði mjög vel í vinstra horninu, nýtti færin sín vel og var markahæsti leikmaður íslenska liðsins. Klikkaði reyndar á einu vítakasti. Leit nokkrum sinnum ekki vel út í vörninni en sjálfstraust hans í færunum var liðinu gulls ígildi. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 37:19 mín.) Var lengstum fjarverandi í sóknarleiknum þegar liðið þurfti á miklu meira frá honum en var aftur á móti að vinna góða bolta í vörninni. Snorri hvíldi hann stóran hluta seinni hálfleiks og sendi hann síðan inn á aftur í lokin. Það skilaði sér því Aron tók þá af skarið og skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í blálokin. Þessi mörk voru svakalega dýrmæt. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 18:45 mín.) Það gekk ekki mikið upp hjá Gísla í leiknum og Serbarnir fengu líka að taka hart á honum. Hætti hins vegar aldrei að reyna og náði nokkrum sinnum að koma hlutunum á hreyfingu í seinni hálfleiknum. Heilt yfir var hann samt langt frá sínu besta. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 1 (2/1 mörk - 35:15 mín.) Átti skelfilegan dag og lék einn sinn versta landsleik. Virkaði ragur og lítið kom út úr hans leik. Klikkaði líka á tveimur vítaköstum sem var dýrt. Hann getur miklu miklu betur og mun örugglega gera það í næstu leikjum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 5 (6 mörk - 59:47 mín.) Spilaði mjög vel allan leikinn, nýtti sín færi vel og fann líka félaga sinn í hraðaupphlaupum. Sigvaldi skoraði líka jöfnunarmarkið á lokasekúndunum úr hraðaupphlaupi. Elliði Snær Viðarsson, lína - 2 (1 mark - 14:24 mín.) Stutt gaman hjá Eyjamanninum í kvöld. Skoraði reyndar eitt Elliða-mark frá miðju í byrjun leiks en fékk stuttu síðar að sjá réttilega rauða spjaldið. Lítið hægt að mótmæla þeim dómi þótt að Elliði hafi vissulega verið óheppinn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 45:36 mín.) Barðist vel í vörninni og stóð sig best af íslensku varnarmönnunum. Skoraði tvö mörk en spilaði ekki mikið í sókninni. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (4 mörk - 24:49 mín.) Átti mjög góðan innkomu í seinni hálfleiknum og leysti þá af mjög slakan Ómar Inga Magnússon. Skoraði fjögur góð mörk og fiskaði tvö víti. Sýndi það hversu dýrmætur hann getur verið þessu liði. Björgvin Páll Gústavsson, mark - 1 (0 varin skot- 5:25 mín.) Leysti Viktor Gísla af í stuttan tíma í seinni hálfleiknum en fann sig engan veginn. Snorri var fljótur að skipta honum aftur út þegar öll skot fóru framhjá honum.Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 17:42 mín.) Kom inn af áræðni og verður ekki sakaður um að reyna ekki. Það kom samt lítið út úr því sem hann var að reyna alveg eins og hjá mörgum öðrum útileikmönnum íslenska liðsins. Ýmir Örn Gíslason, lína- 3 (3 stopp - 34:30 mín.) Fékk tækifærið til að spila meira eftir að Elliði fékk rautt spjald en fór illa með dauðafæri á línunni og spilaði ekki mikla sókn eftir það. Alltaf mikilvægur í varnarleiknum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 3 (2 mörk - 13.01 mín.) Hefði mátt spila meira. Skoraði tvö góð mörk af línunni og sýndi að hann getur skilaði á þeim vallarhelmingi líka. Einar Þorsteinn Ólafsson, leikstjórnandi - Spilaði of lítið (1:30 mín.) Spilaði of lítið til að fá einkunn en átti samt þátt í dramatíkinni í lokin með lifandi og áköfum varnarleik sem truflaði Serbana mikið. Stiven Tobar Valencia, vinstra horn - spilaði ekkiHaukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 3 Íslenska liðið bjargaði stiginu með því að vinna lokasekúndurnar 3-0 en heilt yfir var liðið ekki að spila vel. Þetta var fyrsti leikur Snorra og hann virkaði svolítið yfirspenntur á hliðarlínunni. Hélt Ómari Inga alltof lengi inn á en gerði mjög vel í að spara Aron þar til að reynsla hans nýttist vel á lokasekúndum leiksins. Spennustigið var ekki rétt í þessum leik en þetta var líka fyrsti alvöru leikur liðsins undir hans stjórn. Mætir reynslunni ríkari í næsta leik. Sóknarleikurinn, sem átti að vera aðall liðsins var langt frá sínu besta en verður örugglega skoðaður vel á næstu dögum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira