„Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. janúar 2024 18:57 Fyrirliðinn steig upp á stærstu stundu fyrir liðið. Vísir / Vilhelm Ísland gerði eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu gegn Serbíu. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. „Úr því sem komið var, mjög vel, en samt skrítin tilfinning. Við gerðum okkur rosalega erfitt fyrir, alltof margir lykilmenn sem spiluðu illa í dag, já bara hreinlega illa. Að ná jafntefli úr því vil ég segja að sé styrkleikamerki en að sjálfsögðu þurfum við að gera betur“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarson strax að leik loknum. Íslenska liðið spilaði langt undir getu í kvöld, varnarleikur Serba var vissulega sterkur en stór hluti skrifast á íslensku strákana. Margir tapaðir boltar, slök færa- og vítanýting, tæknifeilar og varnarmistök. „Sammála, þetta er mjög skrítið. Töluðum um það í hálfleik að vörnin þeirra væri ekkert sérstök, ef við myndum bara teygja á þeim og keyra á þá. Við vorum að gera ágætlega í fyrri hálfleik, klikkuðum á einhverjum dauðafærum en svo voru þetta bara tæknifeilar líka. Vil ekki vita hvað þeir voru margir. Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik. Þurfum að fara yfir þetta, þetta á ekki að gerast. Sérstaklega hjá lykilleikmönnum í liðinu sem eiga að draga vagninn. Gerum ekkert á þessu móti ef við spilum svona. En mikilvægt stig og maður er aðeins léttari, nóg eftir.“ Klippa: Aron eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 „Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Úr því sem komið var, mjög vel, en samt skrítin tilfinning. Við gerðum okkur rosalega erfitt fyrir, alltof margir lykilmenn sem spiluðu illa í dag, já bara hreinlega illa. Að ná jafntefli úr því vil ég segja að sé styrkleikamerki en að sjálfsögðu þurfum við að gera betur“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarson strax að leik loknum. Íslenska liðið spilaði langt undir getu í kvöld, varnarleikur Serba var vissulega sterkur en stór hluti skrifast á íslensku strákana. Margir tapaðir boltar, slök færa- og vítanýting, tæknifeilar og varnarmistök. „Sammála, þetta er mjög skrítið. Töluðum um það í hálfleik að vörnin þeirra væri ekkert sérstök, ef við myndum bara teygja á þeim og keyra á þá. Við vorum að gera ágætlega í fyrri hálfleik, klikkuðum á einhverjum dauðafærum en svo voru þetta bara tæknifeilar líka. Vil ekki vita hvað þeir voru margir. Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik. Þurfum að fara yfir þetta, þetta á ekki að gerast. Sérstaklega hjá lykilleikmönnum í liðinu sem eiga að draga vagninn. Gerum ekkert á þessu móti ef við spilum svona. En mikilvægt stig og maður er aðeins léttari, nóg eftir.“ Klippa: Aron eftir Serbíuleikinn Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur gegn Svartfjallalandi og hefst klukkan 17:00. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist EM í máli og myndum.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 „Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30
„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. 12. janúar 2024 13:01