Handbolti

EM í dag: Segja að Donni hafi fengið greitt fyrir að vera með húfuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry og Sindri í kuldanum á Ólympíusvæðinu í München.
Henry og Sindri í kuldanum á Ólympíusvæðinu í München. vísir/vilhelm

EM í dag hefur göngu sína frá München í dag. Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson munu færa fólki EM-stemninguna beint í æð daglega.

Það er skítakuldi í München þessi dægrin en það hefur ekki dregið úr gleðinni hjá fjölmörgum Íslendingum sem eru mættir í borgina.

Í þætti dagsins er rætt um liðið og skemmtilega uppákomu þar sem Kristján Örn Kristjánsson, Donni, fékk greitt fyrir að vera með húfuna í fótbolta landsliðsins. Sá sem var slakastur daginn áður þarf að vera með húfuna.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag - Fyrsti þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×