Johnsons baby olía leynivopn handboltamanna eftir leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Leikmenn nota harpix á boltann til að hafa meira grip. Það getur verið erfitt að ná því af eftir leik. Getty/Andreas Gora Enginn handboltaleikur fer fram án harpix og tveir reynsluboltar úr boltanum sögðu frá þessu hjálparefni handboltamanna í fróðlegu innslagi. Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson hafa báðir farið á mörg stórmót með íslenska handboltalandsliðinu fyrst sem leikmenn en nú vinna þeir við mótið sem fjölmiðlamenn. Þeir fræddu fylgjendur Instagram síðu Rúv íþrótta um stærð handboltans og ekki síst harpixið sem leikmenn maka alltaf á boltann. „Ég er ansi viss um að það eru margir sem vita ekki hvað boltinn er stór og hvað hann er þungur, sagði Logi Geirsson um sjálfan handboltann. „450 grömm. Næstum því hálft kíló, þetta er slatti,“ skaut Einar Örn Jónsson inn í. „Það er alveg svolítið erfitt að halda í þetta fyrir venjulegt fólk og þess vegna þarf það Harpix,“ sagði Logi. „Ég held að ef ég tala svona fyrir landsliðið á sínum tíma þá notaði ég aldrei harpix á meðan Einar (bendir á hann) notaði mest af öllum í liðinu,“ sagði Logi. „Þegar maður er búinn að klína þessu á sig. Þetta er svoddan viðbjóður og það er ekkert eðlilegt hvað boltinn verður límdur við mann,“ sagði Einar og sýndi að boltann var fastur við lófann á honum án þess að hann héldi í boltann. Þeir félagar sögu frá gallanum þegar harpixið blotnar og hvaða bragð leikmenn nota þessa vegna áður en menn koma inn til að taka víti. „Það eru allir handboltamenn sveittir og ef það kemur bleyta í boltann þá verður harpixið sleipt,“ sagði Einar. Einar notaði eins og áður sagði mikið harpix þegar hann var að spila og hann var líka með gott ráð þegar hann þurfti að ná þessu af sér eftir leiki og æfingar. „Þetta er viðbjóður. Besta leiðin til að ná þessu af höndunum er Johnsons baby olía eða bara næsta nuddolía,“ sagði Einar. Það má sjá þetta innslag hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson hafa báðir farið á mörg stórmót með íslenska handboltalandsliðinu fyrst sem leikmenn en nú vinna þeir við mótið sem fjölmiðlamenn. Þeir fræddu fylgjendur Instagram síðu Rúv íþrótta um stærð handboltans og ekki síst harpixið sem leikmenn maka alltaf á boltann. „Ég er ansi viss um að það eru margir sem vita ekki hvað boltinn er stór og hvað hann er þungur, sagði Logi Geirsson um sjálfan handboltann. „450 grömm. Næstum því hálft kíló, þetta er slatti,“ skaut Einar Örn Jónsson inn í. „Það er alveg svolítið erfitt að halda í þetta fyrir venjulegt fólk og þess vegna þarf það Harpix,“ sagði Logi. „Ég held að ef ég tala svona fyrir landsliðið á sínum tíma þá notaði ég aldrei harpix á meðan Einar (bendir á hann) notaði mest af öllum í liðinu,“ sagði Logi. „Þegar maður er búinn að klína þessu á sig. Þetta er svoddan viðbjóður og það er ekkert eðlilegt hvað boltinn verður límdur við mann,“ sagði Einar og sýndi að boltann var fastur við lófann á honum án þess að hann héldi í boltann. Þeir félagar sögu frá gallanum þegar harpixið blotnar og hvaða bragð leikmenn nota þessa vegna áður en menn koma inn til að taka víti. „Það eru allir handboltamenn sveittir og ef það kemur bleyta í boltann þá verður harpixið sleipt,“ sagði Einar. Einar notaði eins og áður sagði mikið harpix þegar hann var að spila og hann var líka með gott ráð þegar hann þurfti að ná þessu af sér eftir leiki og æfingar. „Þetta er viðbjóður. Besta leiðin til að ná þessu af höndunum er Johnsons baby olía eða bara næsta nuddolía,“ sagði Einar. Það má sjá þetta innslag hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira