Handbolti

Taka frá veitinga­stað fyrir Ís­lendinga á leik­dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá íslenska stuðningsfólkinu í upphitun á HM í Svíþjóð í fyrra.
Það var gaman hjá íslenska stuðningsfólkinu í upphitun á HM í Svíþjóð í fyrra. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær góðan stuðning á Evrópumótinu í Þýskalandi en gríðarlegur fjöldi Íslendinga mun mæta á leiki íslenska liðsins.

Mótshaldarar á EM í Þýskalandi áætla að yfir 3.500 íslenskir stuðningsmenn hafi keypt miða á leikina í riðlinum. Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna Íslands verður því saman kominn í München næstu daga.

Handknattleikssambandið hefur því í samstarfi við Sérsveitina, stuðningssveit HSÍ, skipulagt upphitun fyrir stuðningsmenn Íslands á Hofbräuhaus í München. Staðurinn er á móti Hard Rock.

Sérsveitin er mætt til München og ætla þau að tryggja að stemningin fyrir leik og á meðan á leik stendur verði frábær.

Andlitsmálun, treyjusala og sala á íslenskum varningi verður í upphitun stuðningsmanna og hægt verður að kaupa mat og drykk á staðnum.

Veitingastaðurinn er frátekinn fyrir Íslendinga frá klukkan tólf á leikdögum Íslands en í riðlinum verða þeir 12. janúar, 14. janúar og 16. janúar.

Þegar upphitun stuðningsmanna líkur þá færist fjörið í Ólympíuhöllina þar sem leikir íslenska liðsins munu fara fram.

Sérsveitin verður á staðnum og sölubásarnir opnir á eftirtöldum tímum:

12. janúar 13:00 – 15:00 (17.00 Ísland-Serbía)

14. janúar 13:00 – 15:00 (17.00 Ísland-Svartfjallaland)

16. janúar 15:00 – 17:00 (19.30 Ísland-Ungverjaland)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×