„Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 08:00 Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia í Ólympíuhöllinni í München þar sem Ísland spilar við Serbíu í dag, Svartfjallaland á sunnudag og Ungverjaland á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM „Þetta er allt saman stærra en maður er vanur,“ segir Stiven Tobar Valencia en þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, mættir á sitt fyrsta stórmót, ræddu saman við Vísi í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á EM, gegn Serbíu í dag. „Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira