„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson glaðbeittur á fyrstu æfingu landsliðsins í München í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06
Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15
Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00
Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00