Ívar: Everage er ekki óánægður og ekki á förum frá Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 12:32 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með fréttina um leikmanninn sinn á Vísi í morgun. Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, er ekki sáttur við umræðu um leikmann hans Everage Richardson í Körfuboltakvöldi Extra í gær og í framhaldinu síðan frétt um þá umræðu inn á Vísi í dag. Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar. Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar.
Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04