Erlent

Boðar rót­tækar breytingar á lögum um þungunarrof í Fær­eyjum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Núverandi löggjöf tók gildi árið 1956.
Núverandi löggjöf tók gildi árið 1956. Vísir/Vilhelm

Jafnréttisráðherra Færeyja hefur lagt fram frumvarp sem heimilar þungunarrof til og með tólftu viku meðgöngu. Um er að ræða stóra breytingu en hingað til hefur þungunarrof verið svo gott sem ólöglegt í Færeyjum. 

Færeyski miðillinn Kringvarp hefur eftir Bjarna Kárason Petersen, jafnréttisráðherra Færeyja, að þau þungunarrofslög sem hafa verið í gildi frá árinu 1956 standi ekki tímans tönn og þeim þurfi að breyta.

Samkvæmt núverandi lögum er þungunarrof svo gott sem ólöglegt í Færeyjum en leyfilegt er að framkvæma aðgerðina í sérstökum tilfellum. 

Nái frumvarp Petersen í gegn verður framkvæmd þungunarrofa lögleg út tólftu viku meðgöngu, en sú löggjöf gildir einnig í Danmörku. 


Tengdar fréttir

Fimm­tán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunar­rofi

Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×