Mátti reka ólétta konu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2024 17:01 Konan starfaði í verslun á Keflavíkurflugvelli í um einn og hálfan mánuð áður en henni var sagt upp störfum. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“ Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira