Handbolti

Frá­bær byrjun skilaði engu fyrir ÍR gegn toppliðinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag
Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag Vísir/Anton Brink

Olís deild kvenna í handbolta fór loks af stað á ný eftir langt hlé vegna Heimsmeistaramótsins og jólahátíðanna. ÍR tók á móti toppliði Vals í Skógarseli og laut lægra haldi, lokatölur 22-35. 

Þetta var fyrsti leikur í deildinni síðan 17. nóvember og fyrsti leikur 11. umferðar deildarinnar. 

Heimakonur fóru vel af stað og nýttu sér klaufagang í sóknarleik Vals sem tapaði boltanum í tvígang fyrstu mínúturnar. ÍR leiddi með 9 mörkum gegn 5 þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum. Valskonur hristu sig saman og skoruðu 10 mörk í röð gegn aðeins 1 marki heimakvenna. Hálfleikstölur 11-18. 

Þær héldu svo áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik gegn máttlausu heimaliði sem hafði byrjað svo vel. Gestirnir reyndust þeim of erfitt verkefni og Valur vann að endingu öruggan fjórtán marka sigur. 

Þórey Anna Ásgeirsdóttir leiddi markaskorun Vals með 9 mörk úr 10 skotum, Thea Imani og Lilja Ágústsdóttir fylgdu henni á eftir með 7 mörk. Markverðir ÍR komu vörnum við aðeins einu sinni. Ísabella Schöbel varði 1 skot af 18 fyrir ÍR og Hildur Öder varði 0 skot af 18. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×