ONE um allan heim Einar G Harðarson skrifar 5. janúar 2024 10:01 Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í. ONE fer eftir öllum stöðlum á borð við KYC, AML og FAFT (sem Ísland var sett á lista hjá) í fjármálaheiminum og er lögleg í alla staði. Flestar aðrar rafmyntir hafa fengið þann stimpil að vera „myntir sem þjóna ólöglegri starfsemi“. ONE hefur af sumum verið sett í þann flokk vegna þekkingarskorts. Eins og Libra sem byggði á sömu gildum hefur ONE mætt mikilli andstöðu frá fjármálaheiminum. Enda er kostnaður við rekstur rafmyntakerfis mun minni en bankakerfisins sem styðst við Fiat peninga eða seðla. Reynt hefur verið að stöðva myntina ONE með margs konar hindrunum en það hefur ekki tekist og mun ekki takast. Ein af þessum hindrunum er að setja ekki reglugerðir fyrir rafmyntir. Með því að setja ekki lög og reglur er ekki hægt að segja að myntin sé lögleg en ekki heldur ólögleg, nema litið sé svo á að allar rafmyntir séu ólöglegar. Nú, seint og síðar árið 2024, verða reglugerðir MiCA virkjaðar og munu taka gildi nú í sumar frá Evrópska seðlabankanum. Allar áætlanir ONE um hvernig þær yrðu hafa staðist. Með töfum hefur seðlabanki EU gefið „gömlu” fjármálastofnunum færi á að undirbúa sig undir rafmyntavæðinguna og jafnframt að undirbúa eigin rafmynt CBDC eða Central Bank Digital Currency. Forseti Alþjóðabankans Kristalína Georgieva sagði fyrir stuttu: „Fyrirtæki og bankar, undirbúið ykkur strax undir að rafmyntin er að koma. Því verður ekki frestað.“ Ekki hægt að skapa verðbólgu Rafmyntir eru framleiddar í ákveðnu magni og ekki hægt að framleiða meira en ákveðið er í upphafi. Það getur svo tekið mörg ár að framleiða það magn sem ákveðið var. Þannig er ekki hægt að prenta meira og því ekki hægt að skapa verðbólgu og um leið veikingu myntarinnar. Hins vegar vilja þeir sem framleiða CBCD hafa glugga fyrir þennan þátt sem gerir myntina gallaða eða fellanlega, eins og alla aðra gömlu gjaldmiðlana. Fyrirtæki á Íslandi búa við tvöfalt til þrefalt hagkerfi á meðan hinn almenni maður býr við eitt hagkerfi. Á Íslandi eru í raun þrjú hagkerfi; króna, verðtryggð króna og erlendur gjaldmiðill. Eini gjaldmiðillinn sem hinn almenni maður getur notað er krónan. ONE er núna að breiðast mjög hratt út í heiminum m.a. vegna stöðugleika myntarinnar. Þar sem hinn venjulegi gjaldmiðill er ríkjandi þá er notkun á ONE orðin eins og einn af tveimur gjaldmiðlum eða annað af tveimur hagkerfum. Borgað er í dag að hluta með ONE og að hluta með gjaldmiðli þjóðarinnar. ONE hefur á síðustu árum hækkað úr 0,5 € í 42,5 € á meðan gjaldmiðlar ríkja hafa nær allir lækkað í verði. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Rafmyntir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í. ONE fer eftir öllum stöðlum á borð við KYC, AML og FAFT (sem Ísland var sett á lista hjá) í fjármálaheiminum og er lögleg í alla staði. Flestar aðrar rafmyntir hafa fengið þann stimpil að vera „myntir sem þjóna ólöglegri starfsemi“. ONE hefur af sumum verið sett í þann flokk vegna þekkingarskorts. Eins og Libra sem byggði á sömu gildum hefur ONE mætt mikilli andstöðu frá fjármálaheiminum. Enda er kostnaður við rekstur rafmyntakerfis mun minni en bankakerfisins sem styðst við Fiat peninga eða seðla. Reynt hefur verið að stöðva myntina ONE með margs konar hindrunum en það hefur ekki tekist og mun ekki takast. Ein af þessum hindrunum er að setja ekki reglugerðir fyrir rafmyntir. Með því að setja ekki lög og reglur er ekki hægt að segja að myntin sé lögleg en ekki heldur ólögleg, nema litið sé svo á að allar rafmyntir séu ólöglegar. Nú, seint og síðar árið 2024, verða reglugerðir MiCA virkjaðar og munu taka gildi nú í sumar frá Evrópska seðlabankanum. Allar áætlanir ONE um hvernig þær yrðu hafa staðist. Með töfum hefur seðlabanki EU gefið „gömlu” fjármálastofnunum færi á að undirbúa sig undir rafmyntavæðinguna og jafnframt að undirbúa eigin rafmynt CBDC eða Central Bank Digital Currency. Forseti Alþjóðabankans Kristalína Georgieva sagði fyrir stuttu: „Fyrirtæki og bankar, undirbúið ykkur strax undir að rafmyntin er að koma. Því verður ekki frestað.“ Ekki hægt að skapa verðbólgu Rafmyntir eru framleiddar í ákveðnu magni og ekki hægt að framleiða meira en ákveðið er í upphafi. Það getur svo tekið mörg ár að framleiða það magn sem ákveðið var. Þannig er ekki hægt að prenta meira og því ekki hægt að skapa verðbólgu og um leið veikingu myntarinnar. Hins vegar vilja þeir sem framleiða CBCD hafa glugga fyrir þennan þátt sem gerir myntina gallaða eða fellanlega, eins og alla aðra gömlu gjaldmiðlana. Fyrirtæki á Íslandi búa við tvöfalt til þrefalt hagkerfi á meðan hinn almenni maður býr við eitt hagkerfi. Á Íslandi eru í raun þrjú hagkerfi; króna, verðtryggð króna og erlendur gjaldmiðill. Eini gjaldmiðillinn sem hinn almenni maður getur notað er krónan. ONE er núna að breiðast mjög hratt út í heiminum m.a. vegna stöðugleika myntarinnar. Þar sem hinn venjulegi gjaldmiðill er ríkjandi þá er notkun á ONE orðin eins og einn af tveimur gjaldmiðlum eða annað af tveimur hagkerfum. Borgað er í dag að hluta með ONE og að hluta með gjaldmiðli þjóðarinnar. ONE hefur á síðustu árum hækkað úr 0,5 € í 42,5 € á meðan gjaldmiðlar ríkja hafa nær allir lækkað í verði. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar