Salthrúgur á tólf stöðum í borginni Lovísa Arnardóttir skrifar 4. janúar 2024 17:38 Víða er mikil hálka og færi erfitt í borginni. Vísir/Vilhelm Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar. Í tilkynningu borgarinnar segir að fólk sé hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu til hálkuvarna í nærumhverfi íbúa. Annars vegar er hægt að fara á hverfastöðvar við Fiskislóð, Stórhöfða og Jafnasel til að nálgast sand og salt og hins vegar er hægt að taka salt úr salthrúgum víðsvegar um borgarlandið. Staðsetning salthrúganna sést á kortinu hér að neðan. Hægt er að skoða staðsetningarnar betur á korti hér. Staðsetningar salthrúganna. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir að miðað sé við að hver og einn taki með sér ílát, til dæmis fötu, ásamt skóflu til að moka saltinu í ílátið. Ekki tekist að hálkuverja eins og þörf er á Þar segir jafnframt að starfsfólk vetrarþjónustu hafi verið með viðbúnað vegna hálkunnar en ekki hafi tekist að hálkuverja eins oft og þörf er á sums staðar þar sem veðurfarsaðstæður hafa verið mjög breytilegar sem hefur skapað aðstæður sem erfitt er að eiga við. Þá segir að frost og þíða hafi verið á víxl, sem hafi gert allar hálkuvarnir erfiðar. Fólk er hvatt til þess að nota mannbrodda í gönguferðum og að fara almennt varlega á meðan þetta ástand varir. Veður Færð á vegum Reykjavík Slysavarnir Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 4. janúar 2024 13:28 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Í tilkynningu borgarinnar segir að fólk sé hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu til hálkuvarna í nærumhverfi íbúa. Annars vegar er hægt að fara á hverfastöðvar við Fiskislóð, Stórhöfða og Jafnasel til að nálgast sand og salt og hins vegar er hægt að taka salt úr salthrúgum víðsvegar um borgarlandið. Staðsetning salthrúganna sést á kortinu hér að neðan. Hægt er að skoða staðsetningarnar betur á korti hér. Staðsetningar salthrúganna. Reykjavíkurborg Í tilkynningu borgarinnar segir að miðað sé við að hver og einn taki með sér ílát, til dæmis fötu, ásamt skóflu til að moka saltinu í ílátið. Ekki tekist að hálkuverja eins og þörf er á Þar segir jafnframt að starfsfólk vetrarþjónustu hafi verið með viðbúnað vegna hálkunnar en ekki hafi tekist að hálkuverja eins oft og þörf er á sums staðar þar sem veðurfarsaðstæður hafa verið mjög breytilegar sem hefur skapað aðstæður sem erfitt er að eiga við. Þá segir að frost og þíða hafi verið á víxl, sem hafi gert allar hálkuvarnir erfiðar. Fólk er hvatt til þess að nota mannbrodda í gönguferðum og að fara almennt varlega á meðan þetta ástand varir.
Veður Færð á vegum Reykjavík Slysavarnir Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 4. janúar 2024 13:28 Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Sala mannbrodda fjórfaldast vegna hálkunnar Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 4. janúar 2024 13:28
Hálkuslysin áberandi á bráðamóttökunni Talsvert álag hefur verði á bráðamóttökunni í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir álag á heilbrigðiskerfinu öllu, en reynt sé eftir fremsta megni að veita öllum þjónustu eins og best verður á kosið. 2. janúar 2024 18:02