Ýmsar ástæður fyrir lokun en launin stóra vandamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 15:22 María Rún Hafliðadóttir er forstjóri Gleðipinna. María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna sem rekur Íslensku hamborgarafabrikkuna, segir erfitt að loka veitingastað með tíu ára sögu. Launakostnaður geri veitingahúsarekstur afar erfiðan. Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style. Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style.
Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26
„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30