Kæra ferðaþjónusta, gerum betur Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 30. desember 2023 14:01 Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er orðin ein af aðal atvinnugreinum Íslendinga. Ferðaþjónustan er okkur mikilvæg og ekki vildi ég án hennar vera. Það verður þó ekki hjá því komist að horfa til þess að á sama tíma og við áttum okkur öll á mikilvægi ferðaþjónustunnar, þá er hún einnig að vissu leyti svartur blettur á vinnumarkaði. Það er óumdeilanlegt að flest brot á vinnumarkaði eiga sér stað í ferðaþjónustu. Þetta er upplifun og reynsla okkar sem starfa að þessum málum dags daglega en þetta birtist okkur jafnframt í tölum og gögnum. Verkalýðsfélag Suðurlands birti nýverið frétt um tölfræði launaþjófnaðar á árinu 2023. (sjá frétt á vef félagsins). Á árinu 2023 innheimti Verkalýðsfélag Suðurlands 43,4 milljónir króna fyrir hönd 59 félagsmanna sinna vegna vangoldinna launa. Öll málin voru vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Hæsta einstaka krafan hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna og eftir stendur að fólk var að meðaltali hlunnfarið um 413 þúsund krónur. Jafnframt er mikilvægt að horfa til þess að kröfur eru reiknaðar út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni, en þeim er oft ábótavant og í mörgum tilfellum er því um að ræða að starfsmenn hafi átt meira inni en krafan hljóðaði upp á. Hjá félagi eins og Verkalýðsfélagi Suðurlands, þar sem félagsmenn eru um 2000, eru 59 mál á ársgrundvelli skammarlegt hlutfall. Mikilvægt er að taka það einnig fram að innan þessara 59 mála er einungis um að ræða mál sem fóru í innheimtu og var gerð krafa vegna. Ótal mála leysast sem betur fer með einu símtali, tölvupósti eða eðlilegu samtali milli manna, þar sem menn viðurkenna mistök sín og leiðrétta. Það er jafnframt í framhaldi af því ágætt að árétta þá umræðu sem fer ávalt á flug þegar rædd eru kjarabrot í ferðaþjónustunni, þess efnis að þetta séu einungis fá skemmd epli. Það kann vel að vera, en eplin eru orðin ansi mörg. Þrátt fyrir að aðeins sé um að ræða fá skemmd epli, þá skortir innan greinarinnar að viðurkennt sé að launaþjófnaður sé vandamál. Að það sé horfst í augu við þá staðreynd að hér er sennilega um að ræða glæpsæknustu atvinnugrein landsins, með tilliti til réttinda launafólks. Í stað þess að fara í vörn fyrir fáu skemmdu eplin væri nær að þeir atvinnurekendur sem eru heiðarlegir og fara rétt að, fylki liði í að uppræta þennan ósóma í stað þess að tala vandann niður. Gleymum því ekki að launaþjófnaður kemur ekki bara niður á launamanninum, heldur skekkir hann einnig gríðarlega samkeppnisstöðu fyrirtækja. Kæra ferðaþjónusta, gerum betur. Það er rúmur áratugur síðan algjör sprenging varð í atvinnugreininni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera endalaust fyrir sér mistök, kunnáttuleysi eða gáleysi. Á einhverjum tímapunkti hljótum við að gera þá kröfu að máli linni og fólk læri. Mistök eru til þess að læra af þeim, ekki til þess að afsaka endalausan tossaskap. Ég óska þess að á nýju ári hættum við að tala niður vandann, heldur horfumst í augu við hann, viðurkennum hann og stefnum að því að gera betur. Slíkt er einungis hægt með samheldnu átaki og skiptir þar máli aðkoma allra. Stjórnvöld þurfa að koma betri lagaramma utan um launaþjófnað og hagnýtingu starfsfólks og má þar nefna févíti við launaþjófnaði, taka harðar á kennitöluflakki og stórefla eftirlit. Þá þurfa atvinnurekendur að átta sig á mikilvægi þess að uppræta launaþjófnað með tilliti til samkeppnishæfs vinnumarkaðs. Öðruvísi hefst þetta ekki. Höfundur er eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands og formaður ASÍ-UNG.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun