Langþráður draumur Páls Sævars loksins að rætast Aron Guðmundsson skrifar 29. desember 2023 13:31 Við samgleðjumst Páli Sævari sem er í þann mund að fara upplifa einn af draumum sínum. Stöð 2 Skjáskot Gamall draumur útvarpsmannsins og vallarkynnisins góðkunna, Páls Sævars Guðjónssonar, mun rætast í kvöld er hann verður, ásamt góðum hópi Íslendinga, viðstaddur spennandi keppnisdag á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“ Pílukast Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“
Pílukast Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira