Skoðun

Allir í sund?!

Sara Oskarsson skrifar

Við mótmælum breytingum á opnunartíma sundlauga Reykjavíkur!

Nú stendur til að skerða opnunartíma sundlauga í Reykjavík, bæði yfir hátíðarnar og um helgar! Þetta eru sár vonbrigði og ósættanlegt og þvert á vilja og aðsókn sundlaugargesta!

Sundlaugarnar okkar eru þjóðargersemi og mikilvægar fyrir geðheilsu marga.

Menningin í kringum sundlaugar Íslands er heimsþekkt og megum við vera stolt af því að einn aðalsamkomustaður okkar sé heilsubótarstaður í vatni. Þar eru engin snjalltæki, engir símar, ekkert áfengi, engar auglýsingar og ekkert tónlistaráreiti.

Sundlaugarnar stuðla að hreyfingu, útiveru og leik barna - sem og heilbrigðri samverustund með foreldrum, forráðamönnum, systkinum og vinum.

Sund hefur einnig mikilvægt forvarnargildi fyrir börn og ungmenni.

Allar skerðingar á þjónustu í tenglsum við sundlaugar Reykjavíkur eru hneysa og úr takti við stemminguna í þjóðfélaginu. Skerðingar á þjónustu og opnunartíma sundlauganna okkar koma til með að valda borgarbúum og fleirum skaða.

Við þurfum greinilega að berjast þessari menningarperlu og hikum ekki við að gera það.

VIÐ KREFJUMST ÞESS AÐ OPNUNARTÍMI SUNDLAUGA REYKJAVÍKUR VERÐI Í SAMRÆMI VIÐ VILJA BORGARBÚA OG AÐSÓKN - OG AÐ FYRIRHUGAÐAR BREYTINGAR VERÐI AFTURKALLAÐAR STRAX!!!

Skrifum undir undirskriftarlistann og deilum sem víðast.

Allir í sund!

Höfundur er listamaður og varaþingmaður.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×