Allt muni snúast um persónurnar þrjár Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2023 11:49 Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum á leið til Hóladómkirkju þegar eftirmaður hennar, Gísli Gunnarsson, var vígður. Fyrir aftan hana er Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands. Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga. Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, lætur af embætti í vor. Biskupskjör verður haldið í mars og nú yfir jólin tilkynntu tveir prestar að þeir gæfu kost á sér í embættið, þær Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Í biskupskjörinu í mars verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt nýjum reglum. Fyrst getur sérhver prestur tilnefnt allt að þrjá kandídata og þeir þrír sem hljóta flestar tilnefningar fara áfram í kjörið sjálft. Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrverandi vígslubiskup á Hólum telur líklegt að fleiri en áðurnefndir tveir prestar verði um hituna. „Ég geri ráð fyrir því að prestar munu tilnefna miklu fleiri heldur en þessar tvær mjög svo ágætu konur, sem eru búnar að gefa það út að þær munu taka tilnefningu, ef þær verði tilnefndar.“ Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem tilnefndir verða taki endilega tilnefningu. Og ekki þarf heldur að gefa sérstaklega kost á sér til að vera tilnefndur. Solveig segist þó ekki hafa heyrt aðra verið orðaða við áhuga á embættinu en þær Helgu og Guðrúnu. Og sjálf hyggst Solveig ekki gefa kost á sér, hún fór á eftirlaun í fyrra. Telur ekki ákall um breytingar Solveig segir skiptar skoðanir á kirkjuþingi um eðli biskupsembættisins, hvort biskup eigi að vera andlegur leiðtogi eða hafa einnig vald yfir mannauðsmálum. „En hins vegar tel ég að biskupskosningarnar komi alls ekki til með að snúast um þetta. Ég er alveg sannfærð um að biskupskosningin muni snúast um þær persónur sem verða þar tilnefndar, hvað þær hafa að segja og hvernig þær koma fram fyrir hönd kirkjunnar.“ Heldurðu að það sé ákall um breytingar fra því sem hefur verið? „Nei, það held ég ekki. Ég held að allir séu sammála um að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur heldur en hún hefur verið undanfarin ár og ég held að það sé það sem við munum koma til með að sameinast um á næstu misserum.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Biskup taki ekki fjármálaákvarðanir Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup beri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar. 19. október 2023 16:40
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57