Jólin - ljós og orkuöryggi Halla Hrund Logadóttir skrifar 27. desember 2023 08:01 Jólasteik í ofninum, kraumandi pottar á hellum, glitrandi perur á húsum og brosandi börn í ljósi jólatrjáa í hlýjum húsum. Þetta er væntanlega myndin sem kemur upp í huga flestra þegar jólin eru nefnd. Það er ekki langt síðan veruleikinn var annar. Við þurfum ekki að fara aftur í tíma tólgarkerta, það nægir að fara aftur til tíunda áratugarins en mörg okkar, ekki síst utan af landi, eigum minningar af því að rafmagni hafi iðulega slegið út um jólaleytið, bæði vegna óveðurs eða aukinnar notkunar á raforku, sem innviðir þess tíma réðu ekki við. Orkuöryggi almennings Við tölum um jólin sem hátíð ljóss og friðar en einnig mætti nefna þau hátíð orku og raforkuöryggis. Heimili og fyrirtæki um allt land ganga að raforku sem vísri nauðsynjavöru í nútímasamfélagi. Þau treysta á að fá ljós og yl afhent eftir þörfum en með aukinni samkeppni um orku vegna ófriðar og orkukrísu Evrópu og áherslu heimsins á græna orku, eins og undirstrikað var á COP28 á dögunum, er aukin hætta á að stærri orkukaupendur gangi á þann litla hluta orkukökunnar sem almenningur neytir. Nú liggur fyrir frumvarp í þinginu sem vonast er til að skapi ákveðna öryggisventla fyrir almenning án þess að fela í sér inngrip í núverandi langtímasamninga orkufreks iðnaðar sem er líka mikilvægur fyrir samfélagið og hefur átt mikilvægan þátt í uppbyggingu raforkuinnviða okkar. Viðbrögð við náttúruhamförum Náttúruhamfarir voru einnig áberandi í umræðu um orkuöryggi á árinu. Í samvinnu unnu Orkustofnun, Almannavarnir og fyrirtækin HS Orka, HS Veitur og Verkís tillögur að neyðarviðbrögðum fyrir hitaveitur vegna stöðunnar á Reykjanesi sem fóru fyrir ríkisstjórn og er nú unnið að á vettvangi Almannavarna. Einnig veitti stofnunin leyfi fyrir vatnsbóli í Garði til að tryggja aðgang að fersku vatni á svæðinu í neyð. Auk áskorana á Reykjanesi tók stofnunin þátt í viðbrögðum við óveðri og studdi við meiriháttar viðgerð Landsnets til að bæta úr raforkuöryggi í Vestmannaeyjum sem hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum á árinu og sýnir mikilvægi innviða á landsbyggðinni sem víða er brýnt að bæta úr. Orkuspár, líkön og hermun fyrir orkuöryggi Greiningar og gögn eru forsenda gæða í stjórnsýsluákvörðunum og ráðgjafar til stjórnvalda og Orkustofnun hefur nýtt árið vel í að efla starfsemi á þessu sviði. Framboðsspá raforku var unnin í fyrsta skipti og verður birt snemma á nýju ári en spáin er m.a. þýðingarmikil fyrir verkefni á sviði raforkueftirlits. Auk uppfærslu á orkuspám, sem fara í umsagnarferli á nýju ári, var unnið að nýjum orkuhermi sem getur hermt raforkukerfi landsins í heild sinni; bæði allar virkjanir og alla notkun, stóra sem smáa. Þannig má betur meta líkur á raforkuskorti, greina uppbyggingu og skilvirkni flutningskerfis raforku og áhrif breytinga á kerfinu hvort sem um er að ræða bilanir, nýjar virkjanir eða aðra þróun. Einnig var líkan orkuskipta í vegasamgöngum endurhannað til að meta betur áhrif mismunandi forsenda á hraða orkuskipta, orkuþörf, losun gróðurhúsalofttegunda og fjárfestingarþarfar vegna uppbyggingu innviða. Fjárfestingar í innviðum Til að meta hraða og árangur í dreifingu raforku og í orkuskiptum hefur í fyrsta sinn verið kallað eftir fjárfestingaráætlunum frá dreifiveitum. Upplýsingarnar nýtast einnig við ákvörðun gjaldskráa, efla yfirsýn yfir innviði landsins og þróun í takt við markmið stjórnvalda. Einnig hefur verið unnið samanburðarmat við aðrar dreifiveitur á Norðurlöndunum. Uppbygging innviða í dreifikerfi er nauðsynlegur þáttur í orkuskiptum bílaflotans og kallar á ýmsar fjárfestingar. Samtímis þarf að huga að nýjum lausnum sem draga úr álagstoppum í dreifikerfum. Möguleikar almennings til öflunar orku til eigin nota með fjölbreyttum lausnum munu aukast jafnt og þétt á komandi árum og dreifikerfið þarf að geta mætt áskorunum eins og sveiflukenndari notkun. Samhliða hefur eftirlit með uppbyggingu flutningskerfisins verið bætt, m.a. mat á áhrifum fjárfestinga á kostnað notenda til skemmri og lengri tíma. Orkuskiptin Orkusjóður, sem starfar í umsjón Orkustofnunar, er eitt af lykilverkfærum ráðherra til að hraða innleiðingu orkuskipta. Helstu viðmið sjóðsins eru hversu mikil olía, eða annað jarðefnaeldsneyti, fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð, svokallað „verð á lítra“ viðmið auk þess sem horft er til þess hve hversu hratt verkefni koma til framkvæmda. Samgöngur á landi og hafi eru stærsti þáttur losunar gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands og því er áhersla sjóðsins á þá þætti. Stuðningur Orkusjóðs skapaði hvata til kaupa á 1.111 bílaleigubílum á árinu. Við endursölu þessara rafbíla á markaði notaðra bíla eykst framboðið á rafbílum enn frekar og bætir aðgengi almennings að rafbílum á viðráðanlegra verði. Orkusjóður hefur jafnframt stutt kaup á tugum þungaflutningabifreiða í sama tilgangi. Eitt af stóru brautryðjendaverkefnum ársins í orkuskiptum á hafi felur í sér að knýja fiskiskip með nýrri tegund af ammóníakknúinni skipavél en slík verkefni marka mögulega upphaf umbreytinga fiskiskipa hér á landi. Leyfismál Orkustofnun hefur ekki farið varhluta af gagnrýni á árinu en hún hefur verið á þann veg að langan tíma taki að afgreiða leyfi fyrir nýjar virkjanir. Sannleikurinn er sá að ekki hefur hægst á afgreiðslu umsókna um nýtingu auðlinda hjá stofnuninni. Ör vöxtur hefur verið á fjölda leyfisumsókna vegna nýtingar auðlinda sem Orkustofnun hefur umsjón með, þ. á. m. umsókna um nýtingu á grunnvatni vegna vaxtar í landeldi sem og notkun á jarðefnum á hafsbotni. Samhliða því að kröfur til stjórnsýslunnar hafa aukist og lagaumgjörð orðið flóknari hefur stofnuninni þrátt fyrir það tekist að hraða afgreiðslu án þess að gefa afslátt af gæðum vinnunnar jafnvel þó svo að stofnunin sé sögulega smá í sniðum. Undanfarin ár hafa verið þau umfangsmestu þegar kemur að leyfisveitingum í sögu Orkustofnunar. Árangur stofnunarinnar verður þó aldrei mældur í fjölda útgefinna leyfa enda mikilvægast að nýting auðlinda sé með sjálfbærum hætti og leyfin til þess faglega unnin. Aukið umfang umsagna og kærumála Breyting hefur orðið á aðkomu almennings og hagaðila að leyfisveitingum. Þessa þróun má vel sjá í kærufjölda við ákveðnar leyfisumsóknir. Þetta sést glögglega í ferli Hvammsvirkjunar sem fékk 68 umsagnir og 12 kærur sem er metfjöldi. Oft er virkjunarleyfi Búrfells II nefnt til samanburðar þegar tími leyfisveitinga er borinn saman hjá Orkustofnun en vert er að hafa í huga að engar kærur eða umsagnir bárust á sínum tíma vegna hennar sem endurspeglar breyttan veruleika. Kærumál þýða jafnframt úrlausnir á æðra stjórnsýslustigi sem eru bindandi. Skýrasta dæmið er úrskurður Úrskurðarnefndar auðlindamála sem felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi þar sem nefndin taldi Orkustofnun ekki hafa unnið rétt úr álitamálum þar sem umfjöllun skorti í Vatnaáætlun 2022-2027. Málið var það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi því vatnaáætlun var ekki fyrir hendi þegar síðustu stóru leyfi voru veitt, og verkefnið viðamikið og flókið. Úrskurðurinn staðfestir hins vegar úrlausn stofnunarinnar við efnisatriði 11 kæruatriða og gefur því skýrar leiðbeiningar fyrir komandi leyfi fyrir ólíka hagaðila sem nýtist í síðari leyfisferlum. Brýnt er að lokið verði við umfjöllun um þá þætti sem á skortir í Vatnaáætlun, ekki bara fyrir ólíka hagaðila í vatnsaflsnýtingu heldur einnig fyrir nýtingu á jarðhita og grunnvatni sem áætlunin horfir til. Niðurstaða Umhverfisstofnunar, sem fer með stjórn vatnamála, á áhrifum Hvammsvirkjunar á vatnshlot er forsenda þess að leyfisferli Orkustofnunar haldi áfram samkvæmt úrskurði. Upprunaábyrgðir raforku Upprunaábyrgðir raforku voru töluvert í deiglunni eftir að vottunaraðilinn AIB stöðvaði útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum vegna gruns um tvítalningu þeirra. Skiptar skoðanir hafa verið á kerfinu en tilgangur þess er að efla fjárfestingar í endurnýjanlegri orku til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eftir ítarlega greiningu Orkustofnunar og Landsnets á framkvæmd kerfis um upprunaábyrgðir á Íslandi var það staðfest af AIB að rétt væri að málum staðið og engar frekari athugasemdir gerðar. Umgjörð um vindorku Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á mótun regluverks um vindorku. Orkustofnun tekur undir mikilvægi slíkrar vinnu enda hafa tugir verkefna borist til verkefnisstjórnar rammaáætlunar án þess að framtíðarsýn um þennan orkugjafa hafi verið mótuð. Starfshópur sem ráðherra orkumála skipaði kynnti tillögur sínar nú í desember eftir vandaðan undirbúning. Samhliða innleiðingu er mikilvægt að meta fýsileika hlutdeildar og langtímaáhrif erlends eignarhalds í slíkum innviðum um allt land, því krefjandi er að móta slíkar reglur eftir á. Ljóst er að vindorka mun vera plássfrek á dagskrá stjórnmálanna á næsta ári og mikilvægt að vel takist til í lagasetningu fyrir auðlindirnar tvær sem þarna togast á en eru báðar gríðarlega verðmætar fyrir framtíðina; íslensk náttúra og endurnýjanleg orka. Nýtt jarðhitaleitarátak Á árinu var ráðist var í fyrsta jarðhitaleitarátakið í 15 ár að frumkvæði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Með framtakinu hefur skapast lag til frekari jarðhitaleitar og til að sækja fram í jarðhita á ný en lögð var áhersla á leit og nýtingu jarðhita á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Dæmi um svæði sem hlutu styrk voru meðal annars við Djúpavog, við Patreksfjörð, Ísafjörð, í Skaftárhreppi og Grundarfjarðarbæ. Orkustofnun hefur samhliða einnig unnið að nýju viðmóti sem stórbætir aðgengi gagna um borholur sem er sérlega mikilvægt við jarðhitaleit. Jarðhiti um víða veröld Í kjölfar orkukrísunnar í Evrópu hefur álfan vaknað og hefur sókn á sviði jarðhita, sem mörg ríki eiga möguleika á, margfaldast og áhugi á samstarfi við Ísland sömuleiðis. Þar styður Orkustofnun við fjölda verkefna svo sem í Póllandi, Rúmeníu og Búlgaríu í gegnum Uppbyggingarsjóð EES í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Einnig tekur stofnunin þátt í Geothermica þar sem orkustofnanir ólíkra ríkja vinna saman að því að efla þróun og samvinnu á þessu sviði sem lengi hefur markað sérstöðu Íslendinga. Fjölmörg fyrirtæki og aðilar í geiranum hafa tekið þátt verkefnum svo sem ISOR, Reykjavík Geothermal og verkfræðifyrirtækin Eflu, Verkís og Mannvit og samtök líkt og Orkuklasinn og Georg. Stærsta einstaka verkefnið á Arctic Green Energy, sem vinnur með kínverska olíurisanum Sinopec, og byggt hafa upp stærstu jarðhitaveitur heims þar í landi sem lið í orkuskiptum. Nýtni og orkusóun Á árinu birtist áhugaverð greining um orkusóun sem Orkustofnun kom að í samvinnu við Landsvirkjun og ráðuneyti orkumála. Greiningin leiddi í ljós umtalsverð tækifæri til að nýta raforku betur en nú er gert, eða sem nemur um 8% af núverandi heildarraforkunotkun þjóðarinnar. Vissulega eru ýmis ljón í veginum til að ná árangri en mikilvægt að horfa til þessarar vannýttu auðlindar sem bætt nýting er. Til að stuðla að þessu markmiði hefur Orkustofnun hefur innleitt nýtt styrkjakerfi fyrir varmadælur. Yfir 150 varmadælur hafa þegar verið styrktar í nýju og einfaldara kerfi sem skilar raforkusparnaði sem samsvarar ársnotkun um 800 rafbíla. Nýsköpun og hringrásarhugsun Áfram eflist gróska á nýsköpunarsviði þeirra sviða sem stofnunin sinnir og áhugavert er að skoða nokkur dæmi frá undanförnum árum. Nýjasta verkefnið í deiglunni er Atmonia, sem getur aukið nýtni grænnar orkuframleiðslu við áburðargerð og minnkar sótspor um leið. Carbfix bindur kolefni og er nú í áhugaverðum vaxtarfasa alþjóðlega, Sidewind bætir orkunotkun skipa og Snerpa horfir á betri orkunýtni framleiðslu hverju sinni - og svo lengi mætti telja. Nýsköpun á sér líka stað í gamalgrónum fyrirtækjum. Verksmiðja Elkem hefur verið framarlega þegar kemur að þróun á fjölnýtingu þeirra efnisstrauma sem til staðar eru á Grundartangasvæðinu og mögulegri föngun á koldíoxíði. Álverið í Straumsvík mætti í raun kalla „bútik“ álver vegna fjölbreytni í vörum og beinu sambandi þeirra við viðskiptavini um framleiðslu. Orkuveita Reykjavíkur hefur útbúið nýjan áfangastað í Elliðaárstöð þar sem gestir geta fræðst um upphaf rafvæðingar Reykjavíkur, veiturnar sem fylgdu og hvernig lífsgæði fólks umbyltust samhliða. Á sviði matvælafyrirtækja má nefna að Mjólkursamsalan er sennilega eina fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum sem nýtir alfarið umhverfisvæna orku við vinnslu á mjólkurafurðum. Önnur fyrirtæki í matvælaiðnaði svo sem landeldisfyrirtæki horfa nú á nýtingu hrats sem áburðargjafa svo fleiri dæmi séu nefnd. Þess má einnig geta að starfsemi aðila svo sem Orkedíu, Bláma og Eims hefur vaxið ásmegin undanfarið og eru dæmi um hvað samvinna getur skilað miklu fyrir samfélög og hvað við eigum mikið inni af ósóttum tækifærum fyrir framtíðina. Jólaljósin eru líka áminning um framfarir sem við stóðum saman að Framfarir í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa hafa ekki einungis tryggt Íslendingum bjartari og hlýrri jólahátíðir, öflugan iðnað og verðmæta þekkingu heldur líka forskot þegar kemur að því að mæta alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Sú mynd sem við sjáum fyrir okkur um jól með glitrandi perum og hlýjum heimilum er ekki einungis tákn um hátíð og gleði, heldur einnig um framfarir, öryggi og sjálfbærni sem við höfum byggt upp saman. Orkustofnun þakkar ráðherra, ráðuneyti, stofnunum, hagaðilum, þingi og þjóð fyrir samvinnuna árið 2023. Við hlökkum til að vinna áfram á nýju ári að framþróun og alúð í þágu samfélagsins. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Jólasteik í ofninum, kraumandi pottar á hellum, glitrandi perur á húsum og brosandi börn í ljósi jólatrjáa í hlýjum húsum. Þetta er væntanlega myndin sem kemur upp í huga flestra þegar jólin eru nefnd. Það er ekki langt síðan veruleikinn var annar. Við þurfum ekki að fara aftur í tíma tólgarkerta, það nægir að fara aftur til tíunda áratugarins en mörg okkar, ekki síst utan af landi, eigum minningar af því að rafmagni hafi iðulega slegið út um jólaleytið, bæði vegna óveðurs eða aukinnar notkunar á raforku, sem innviðir þess tíma réðu ekki við. Orkuöryggi almennings Við tölum um jólin sem hátíð ljóss og friðar en einnig mætti nefna þau hátíð orku og raforkuöryggis. Heimili og fyrirtæki um allt land ganga að raforku sem vísri nauðsynjavöru í nútímasamfélagi. Þau treysta á að fá ljós og yl afhent eftir þörfum en með aukinni samkeppni um orku vegna ófriðar og orkukrísu Evrópu og áherslu heimsins á græna orku, eins og undirstrikað var á COP28 á dögunum, er aukin hætta á að stærri orkukaupendur gangi á þann litla hluta orkukökunnar sem almenningur neytir. Nú liggur fyrir frumvarp í þinginu sem vonast er til að skapi ákveðna öryggisventla fyrir almenning án þess að fela í sér inngrip í núverandi langtímasamninga orkufreks iðnaðar sem er líka mikilvægur fyrir samfélagið og hefur átt mikilvægan þátt í uppbyggingu raforkuinnviða okkar. Viðbrögð við náttúruhamförum Náttúruhamfarir voru einnig áberandi í umræðu um orkuöryggi á árinu. Í samvinnu unnu Orkustofnun, Almannavarnir og fyrirtækin HS Orka, HS Veitur og Verkís tillögur að neyðarviðbrögðum fyrir hitaveitur vegna stöðunnar á Reykjanesi sem fóru fyrir ríkisstjórn og er nú unnið að á vettvangi Almannavarna. Einnig veitti stofnunin leyfi fyrir vatnsbóli í Garði til að tryggja aðgang að fersku vatni á svæðinu í neyð. Auk áskorana á Reykjanesi tók stofnunin þátt í viðbrögðum við óveðri og studdi við meiriháttar viðgerð Landsnets til að bæta úr raforkuöryggi í Vestmannaeyjum sem hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum á árinu og sýnir mikilvægi innviða á landsbyggðinni sem víða er brýnt að bæta úr. Orkuspár, líkön og hermun fyrir orkuöryggi Greiningar og gögn eru forsenda gæða í stjórnsýsluákvörðunum og ráðgjafar til stjórnvalda og Orkustofnun hefur nýtt árið vel í að efla starfsemi á þessu sviði. Framboðsspá raforku var unnin í fyrsta skipti og verður birt snemma á nýju ári en spáin er m.a. þýðingarmikil fyrir verkefni á sviði raforkueftirlits. Auk uppfærslu á orkuspám, sem fara í umsagnarferli á nýju ári, var unnið að nýjum orkuhermi sem getur hermt raforkukerfi landsins í heild sinni; bæði allar virkjanir og alla notkun, stóra sem smáa. Þannig má betur meta líkur á raforkuskorti, greina uppbyggingu og skilvirkni flutningskerfis raforku og áhrif breytinga á kerfinu hvort sem um er að ræða bilanir, nýjar virkjanir eða aðra þróun. Einnig var líkan orkuskipta í vegasamgöngum endurhannað til að meta betur áhrif mismunandi forsenda á hraða orkuskipta, orkuþörf, losun gróðurhúsalofttegunda og fjárfestingarþarfar vegna uppbyggingu innviða. Fjárfestingar í innviðum Til að meta hraða og árangur í dreifingu raforku og í orkuskiptum hefur í fyrsta sinn verið kallað eftir fjárfestingaráætlunum frá dreifiveitum. Upplýsingarnar nýtast einnig við ákvörðun gjaldskráa, efla yfirsýn yfir innviði landsins og þróun í takt við markmið stjórnvalda. Einnig hefur verið unnið samanburðarmat við aðrar dreifiveitur á Norðurlöndunum. Uppbygging innviða í dreifikerfi er nauðsynlegur þáttur í orkuskiptum bílaflotans og kallar á ýmsar fjárfestingar. Samtímis þarf að huga að nýjum lausnum sem draga úr álagstoppum í dreifikerfum. Möguleikar almennings til öflunar orku til eigin nota með fjölbreyttum lausnum munu aukast jafnt og þétt á komandi árum og dreifikerfið þarf að geta mætt áskorunum eins og sveiflukenndari notkun. Samhliða hefur eftirlit með uppbyggingu flutningskerfisins verið bætt, m.a. mat á áhrifum fjárfestinga á kostnað notenda til skemmri og lengri tíma. Orkuskiptin Orkusjóður, sem starfar í umsjón Orkustofnunar, er eitt af lykilverkfærum ráðherra til að hraða innleiðingu orkuskipta. Helstu viðmið sjóðsins eru hversu mikil olía, eða annað jarðefnaeldsneyti, fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð, svokallað „verð á lítra“ viðmið auk þess sem horft er til þess hve hversu hratt verkefni koma til framkvæmda. Samgöngur á landi og hafi eru stærsti þáttur losunar gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands og því er áhersla sjóðsins á þá þætti. Stuðningur Orkusjóðs skapaði hvata til kaupa á 1.111 bílaleigubílum á árinu. Við endursölu þessara rafbíla á markaði notaðra bíla eykst framboðið á rafbílum enn frekar og bætir aðgengi almennings að rafbílum á viðráðanlegra verði. Orkusjóður hefur jafnframt stutt kaup á tugum þungaflutningabifreiða í sama tilgangi. Eitt af stóru brautryðjendaverkefnum ársins í orkuskiptum á hafi felur í sér að knýja fiskiskip með nýrri tegund af ammóníakknúinni skipavél en slík verkefni marka mögulega upphaf umbreytinga fiskiskipa hér á landi. Leyfismál Orkustofnun hefur ekki farið varhluta af gagnrýni á árinu en hún hefur verið á þann veg að langan tíma taki að afgreiða leyfi fyrir nýjar virkjanir. Sannleikurinn er sá að ekki hefur hægst á afgreiðslu umsókna um nýtingu auðlinda hjá stofnuninni. Ör vöxtur hefur verið á fjölda leyfisumsókna vegna nýtingar auðlinda sem Orkustofnun hefur umsjón með, þ. á. m. umsókna um nýtingu á grunnvatni vegna vaxtar í landeldi sem og notkun á jarðefnum á hafsbotni. Samhliða því að kröfur til stjórnsýslunnar hafa aukist og lagaumgjörð orðið flóknari hefur stofnuninni þrátt fyrir það tekist að hraða afgreiðslu án þess að gefa afslátt af gæðum vinnunnar jafnvel þó svo að stofnunin sé sögulega smá í sniðum. Undanfarin ár hafa verið þau umfangsmestu þegar kemur að leyfisveitingum í sögu Orkustofnunar. Árangur stofnunarinnar verður þó aldrei mældur í fjölda útgefinna leyfa enda mikilvægast að nýting auðlinda sé með sjálfbærum hætti og leyfin til þess faglega unnin. Aukið umfang umsagna og kærumála Breyting hefur orðið á aðkomu almennings og hagaðila að leyfisveitingum. Þessa þróun má vel sjá í kærufjölda við ákveðnar leyfisumsóknir. Þetta sést glögglega í ferli Hvammsvirkjunar sem fékk 68 umsagnir og 12 kærur sem er metfjöldi. Oft er virkjunarleyfi Búrfells II nefnt til samanburðar þegar tími leyfisveitinga er borinn saman hjá Orkustofnun en vert er að hafa í huga að engar kærur eða umsagnir bárust á sínum tíma vegna hennar sem endurspeglar breyttan veruleika. Kærumál þýða jafnframt úrlausnir á æðra stjórnsýslustigi sem eru bindandi. Skýrasta dæmið er úrskurður Úrskurðarnefndar auðlindamála sem felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi þar sem nefndin taldi Orkustofnun ekki hafa unnið rétt úr álitamálum þar sem umfjöllun skorti í Vatnaáætlun 2022-2027. Málið var það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi því vatnaáætlun var ekki fyrir hendi þegar síðustu stóru leyfi voru veitt, og verkefnið viðamikið og flókið. Úrskurðurinn staðfestir hins vegar úrlausn stofnunarinnar við efnisatriði 11 kæruatriða og gefur því skýrar leiðbeiningar fyrir komandi leyfi fyrir ólíka hagaðila sem nýtist í síðari leyfisferlum. Brýnt er að lokið verði við umfjöllun um þá þætti sem á skortir í Vatnaáætlun, ekki bara fyrir ólíka hagaðila í vatnsaflsnýtingu heldur einnig fyrir nýtingu á jarðhita og grunnvatni sem áætlunin horfir til. Niðurstaða Umhverfisstofnunar, sem fer með stjórn vatnamála, á áhrifum Hvammsvirkjunar á vatnshlot er forsenda þess að leyfisferli Orkustofnunar haldi áfram samkvæmt úrskurði. Upprunaábyrgðir raforku Upprunaábyrgðir raforku voru töluvert í deiglunni eftir að vottunaraðilinn AIB stöðvaði útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum vegna gruns um tvítalningu þeirra. Skiptar skoðanir hafa verið á kerfinu en tilgangur þess er að efla fjárfestingar í endurnýjanlegri orku til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eftir ítarlega greiningu Orkustofnunar og Landsnets á framkvæmd kerfis um upprunaábyrgðir á Íslandi var það staðfest af AIB að rétt væri að málum staðið og engar frekari athugasemdir gerðar. Umgjörð um vindorku Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á mótun regluverks um vindorku. Orkustofnun tekur undir mikilvægi slíkrar vinnu enda hafa tugir verkefna borist til verkefnisstjórnar rammaáætlunar án þess að framtíðarsýn um þennan orkugjafa hafi verið mótuð. Starfshópur sem ráðherra orkumála skipaði kynnti tillögur sínar nú í desember eftir vandaðan undirbúning. Samhliða innleiðingu er mikilvægt að meta fýsileika hlutdeildar og langtímaáhrif erlends eignarhalds í slíkum innviðum um allt land, því krefjandi er að móta slíkar reglur eftir á. Ljóst er að vindorka mun vera plássfrek á dagskrá stjórnmálanna á næsta ári og mikilvægt að vel takist til í lagasetningu fyrir auðlindirnar tvær sem þarna togast á en eru báðar gríðarlega verðmætar fyrir framtíðina; íslensk náttúra og endurnýjanleg orka. Nýtt jarðhitaleitarátak Á árinu var ráðist var í fyrsta jarðhitaleitarátakið í 15 ár að frumkvæði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Með framtakinu hefur skapast lag til frekari jarðhitaleitar og til að sækja fram í jarðhita á ný en lögð var áhersla á leit og nýtingu jarðhita á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Dæmi um svæði sem hlutu styrk voru meðal annars við Djúpavog, við Patreksfjörð, Ísafjörð, í Skaftárhreppi og Grundarfjarðarbæ. Orkustofnun hefur samhliða einnig unnið að nýju viðmóti sem stórbætir aðgengi gagna um borholur sem er sérlega mikilvægt við jarðhitaleit. Jarðhiti um víða veröld Í kjölfar orkukrísunnar í Evrópu hefur álfan vaknað og hefur sókn á sviði jarðhita, sem mörg ríki eiga möguleika á, margfaldast og áhugi á samstarfi við Ísland sömuleiðis. Þar styður Orkustofnun við fjölda verkefna svo sem í Póllandi, Rúmeníu og Búlgaríu í gegnum Uppbyggingarsjóð EES í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Einnig tekur stofnunin þátt í Geothermica þar sem orkustofnanir ólíkra ríkja vinna saman að því að efla þróun og samvinnu á þessu sviði sem lengi hefur markað sérstöðu Íslendinga. Fjölmörg fyrirtæki og aðilar í geiranum hafa tekið þátt verkefnum svo sem ISOR, Reykjavík Geothermal og verkfræðifyrirtækin Eflu, Verkís og Mannvit og samtök líkt og Orkuklasinn og Georg. Stærsta einstaka verkefnið á Arctic Green Energy, sem vinnur með kínverska olíurisanum Sinopec, og byggt hafa upp stærstu jarðhitaveitur heims þar í landi sem lið í orkuskiptum. Nýtni og orkusóun Á árinu birtist áhugaverð greining um orkusóun sem Orkustofnun kom að í samvinnu við Landsvirkjun og ráðuneyti orkumála. Greiningin leiddi í ljós umtalsverð tækifæri til að nýta raforku betur en nú er gert, eða sem nemur um 8% af núverandi heildarraforkunotkun þjóðarinnar. Vissulega eru ýmis ljón í veginum til að ná árangri en mikilvægt að horfa til þessarar vannýttu auðlindar sem bætt nýting er. Til að stuðla að þessu markmiði hefur Orkustofnun hefur innleitt nýtt styrkjakerfi fyrir varmadælur. Yfir 150 varmadælur hafa þegar verið styrktar í nýju og einfaldara kerfi sem skilar raforkusparnaði sem samsvarar ársnotkun um 800 rafbíla. Nýsköpun og hringrásarhugsun Áfram eflist gróska á nýsköpunarsviði þeirra sviða sem stofnunin sinnir og áhugavert er að skoða nokkur dæmi frá undanförnum árum. Nýjasta verkefnið í deiglunni er Atmonia, sem getur aukið nýtni grænnar orkuframleiðslu við áburðargerð og minnkar sótspor um leið. Carbfix bindur kolefni og er nú í áhugaverðum vaxtarfasa alþjóðlega, Sidewind bætir orkunotkun skipa og Snerpa horfir á betri orkunýtni framleiðslu hverju sinni - og svo lengi mætti telja. Nýsköpun á sér líka stað í gamalgrónum fyrirtækjum. Verksmiðja Elkem hefur verið framarlega þegar kemur að þróun á fjölnýtingu þeirra efnisstrauma sem til staðar eru á Grundartangasvæðinu og mögulegri föngun á koldíoxíði. Álverið í Straumsvík mætti í raun kalla „bútik“ álver vegna fjölbreytni í vörum og beinu sambandi þeirra við viðskiptavini um framleiðslu. Orkuveita Reykjavíkur hefur útbúið nýjan áfangastað í Elliðaárstöð þar sem gestir geta fræðst um upphaf rafvæðingar Reykjavíkur, veiturnar sem fylgdu og hvernig lífsgæði fólks umbyltust samhliða. Á sviði matvælafyrirtækja má nefna að Mjólkursamsalan er sennilega eina fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum sem nýtir alfarið umhverfisvæna orku við vinnslu á mjólkurafurðum. Önnur fyrirtæki í matvælaiðnaði svo sem landeldisfyrirtæki horfa nú á nýtingu hrats sem áburðargjafa svo fleiri dæmi séu nefnd. Þess má einnig geta að starfsemi aðila svo sem Orkedíu, Bláma og Eims hefur vaxið ásmegin undanfarið og eru dæmi um hvað samvinna getur skilað miklu fyrir samfélög og hvað við eigum mikið inni af ósóttum tækifærum fyrir framtíðina. Jólaljósin eru líka áminning um framfarir sem við stóðum saman að Framfarir í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa hafa ekki einungis tryggt Íslendingum bjartari og hlýrri jólahátíðir, öflugan iðnað og verðmæta þekkingu heldur líka forskot þegar kemur að því að mæta alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Sú mynd sem við sjáum fyrir okkur um jól með glitrandi perum og hlýjum heimilum er ekki einungis tákn um hátíð og gleði, heldur einnig um framfarir, öryggi og sjálfbærni sem við höfum byggt upp saman. Orkustofnun þakkar ráðherra, ráðuneyti, stofnunum, hagaðilum, þingi og þjóð fyrir samvinnuna árið 2023. Við hlökkum til að vinna áfram á nýju ári að framþróun og alúð í þágu samfélagsins. Höfundur er orkumálastjóri.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun