Körfubolti

Heiðurs­stúkan: Upp­gjör körfu­bolta­sér­fræðinganna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þeir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson mætast spurningakeppni um körfubolta í öðrum þætti Heiðursstúkunnar.
Þeir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson mætast spurningakeppni um körfubolta í öðrum þætti Heiðursstúkunnar. Vísir

Í öðrum þætti Heiðursstúkunnar mætast þeir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta en báðir eru þeir annálaðir körfuknattleikssérfræðingar.

Heiðursstúkan er komin aftur af stað og í fyrsta þætti var það Aron Jóhannsson sem bar sigurorð af Birni Snæ Ingasyni í æsispennandi keppni. Aron stal sigrinum með því að svara síðustu þremur spurningunum rétt við litla gleði Birnis Snæs.

Í öðrum þætti mætast þeir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson í keppni þar sem körfubolti er viðfangsefnið en báðir starfa þeir sem sérfræðingar í þátttum á Stöð 2 Sport þar sem fjallað er um körfubolta.

Tómas var gallharður á því fyrir viðureignina að hann ætti ekki séns í Hörð en sjón er sögu ríkari. Allan annan þátt Heiðursstúkunnar undir stjórn Jóhanns Fjalars má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Heiðursstúkan - Körfubolti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×