Erlent

Þjóðar­sorg í Tékk­landi vegna skotaárásarinnar

Telma Tómasson skrifar
Fólk kveikir á kertum fyrir utan bygginguna þar sem skotárásin átti sér stað.
Fólk kveikir á kertum fyrir utan bygginguna þar sem skotárásin átti sér stað. AP/Petr David Josek

Stjórnvöld í Tékklandi hafa lýst yfir degi þjóðarsorgar á morgun vegna einnar verstu fjöldaskotárásar í sögu Evrópu, þegar 24 ára byssmaður gekk berserksgang í háskóla í Prag, höfuðborg landsins, í gær og myrti 14 og særði 25, þar af 10 alvarlega.

Petr Pavel, forseti landsins, sagði þjóðina í áfalli yfir voðaverkinu og sorgina djúpa, enda hefði fjöldi fallið fyrir hendi byssumannsins að tilefnislausu. 

Gjörningsmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi af lögreglu. 

Áður en ódæðið var framið höfðu yfirvöld fengið upplýsingar um að maðurinn væri á leið til Prag, hugsanlega til að svipta sig lífi, og höfðu rýmt aðra byggingu háskólans þar sem hann var talinn ætla að sækja fyrirlestur. 

Maðurinn lét hins vegar til skarar skríða í annarri byggingu, en ekki er vitað hvað honum gekk til. 

Allar opinberar stofnanir í landinu munu flagga í hálfa stöng á morgun, af virðingu við hin látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×