Lífið samstarf

Ein vin­sælasta ungmennabók landsins

Benedikt bókaútgáfa

Skandar og draugaknapinn í þýðingu Ingunnar Snædal er ein vinsælasta ungmennabók landsins um þessar mundir.

A.F. Steadman vinnur með fornar hugmyndir um einhyrninga en spinnur þá sannarlega á einstakan hátt.

Bókin er önnur í seríunni um ævintýri hins unga Skandars og einhyrningana á Eyjunni. Í fyrstu bókinni þráði Skandar ekkert heitar en að eiga sinn eigin einhyrning, þjálfa og keppa en það gátu aðeins þeir útvöldu. Nú hefur Skandar náð að uppfylla drauma sína og er orðinn einhyrningaknapi og þjálfari. 

En ógnin er aldrei fjarri og þegar hann og félagar hans hefja sitt annað ár á Eyjunni blasir við þeim ný og ófyrirséð ógn. Getur Skandar komið í veg fyrir sjálfseyðingu Eyjunnar, áður en það er of seint fyrir þau öll?

Fyrsta bókin í þessari spennandi bókaseríu kom út í fyrra á 46 tungumálum og sló rækilega i gegn. Höfundur bókanna A.F. Steadman vinnur með fornar hugmyndir um einhyrninga en spinnur þær á einstakan hátt. Í sögunni eru einhyrningarnir grimmir, ógnvekjandi og göldróttir en geta tengst fólki órjúfanlegum böndum.

A.F Steadman ólst upp í sveitasælu í Kent á Bretlandseyjum. Áður en hún sneri sér að skáldskapnum fékkst hún við lögmannsstörf þar til það rann upp fyrir henni að heimurinn þyrfti meiri töfra. Steadman hefur greinilega fundið sína réttu hillu en bókaútgáfan Simon & Schuster gerði stóran kvikmyndasamning við Sony Pictures og er áætlað að framleiðsla kvikmyndar um Skandar og einhyrninginn hefjist 2024/2025. Ævintýri Skandars eru því rétt að byrja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×