Brenndu kross og hótuðu nágrönnum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 08:54 Starfsmenn FBI eru með parið til rannsóknar fyrir hatursglæp. AP/Cliff Owen Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) eru með par frá Suður-Karólínu til rannsóknar eftir að þau kveiktu í krossi á lóð þeirra í síðasta mánuði. Hinu megin við götuna býr eldra þeldökkt fólk og beindist brennan að þeim en hjónin birtu myndband af brennunni og segjast ítrekað yfir orðið fyrir hótunum frá parinu sem hefur verið handtekið. Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu. Bandaríkin Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu.
Bandaríkin Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira