„Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. desember 2023 09:01 Í starfi sínu sem ljósmóðir hefur Bjarney hjálpað fjölmörgum foreldrum í gegnum það erfiða ferli að eignast andvanda barn. Gleym mér ei „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. Bjarney er á meðal viðmælenda í röð myndskeiða á vegum Gleym mér ei – styrktarfélags til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Óvissan er erfiðust Í gegnum starfið sitt hjálpar Bjarney fólki að vinna úr þessari erfiðu reynslu og „gera hana eins fallega og hægt er“, eins og hún orðar það. Í því felst meðal annars að búa til minningar um þessa reynslu og þær minningar geta sumar verið fallegar, þrátt fyrir allt. „Í okkar vinnu þá hjálpum við fólki að nálgast börnin sín, bæði að sjá þau og taka myndir. Við tökum fótspor, handaspor og reynum að taka hárlokk ef hægt er,“ segir Bjarney en hún hefur einnig leitt fólk í gegnum það að gefa barni sínu nafn inni á fæðingarstofunni og skipuleggja kveðjustund þar sem jafnvel öll fjölskyldan kemur saman. Hún leiðir fólk einnig í gegnum ferlið skref fyrir skref og hjálpar foreldrunum að undirbúa sig undir það sem er í vændum. „Ég held að óvissan í svona aðstæðum sé oft svo erfið. Flestar konur spyrja, þegar barnið greinist andvana; „Get ég ekki bara farið í keisara?“ Það er mjög eðlileg spurning, af því að þú vilt kannski bara klára þetta strax. En það er ekki þannig. Lifið er ekki þannig.“ Þá segir Bjarney á að tíminn fram að fæðingunni sé ótrúlega mikilvægur. Foreldrarnir fái þannig tækifæri til að átta sig á aðstæðunum og jafnframt búa til minningar um barnið. „Það hefur verið sýnt fram á það í flestum rannsóknum að fæðingin, það að að vera með barnið eftir á, sjá það og koma við það, það getur skipt ótrúlega miklu máli þegar kemur að úrvinnslu í sorgarferlinu.“ Sorgin er einstaklingsbundin Bjarney bendir á þeir sem missi barn snemma á meðgöngu upplifi oft eins og gert sé minna úr þeirra sorg, miðað við þegar foreldrar missa barn seinna á meðgöngunni. Viðhorfið í samfélaginu sé oft þannig að missirinn sé ekki eins alvarlegur þegar um er að ræða agnarsmátt fóstur. „En sorgin er svo einstaklingsbundin. Það getur verið svo margt á bak við fósturlátin, eitthvað sem engin veit nema manneskjan sem missir. Og sorgin getur verið alveg jafn mikil. Í huga mæðra eða foreldra sem eiga von á barni þá getur 10 til 12 vikna gamalt fóstur samt verið barn foreldranna, jafnvel þó að það eigi enga lífsmöguleika þegar það fæðist. Bjarney bendir á að þó svo að fólk upplifi missi mjög snemma á meðgöngu þá geti sorgin verið alveg jafnmikil og þegar um fullvaxta fóstur er að ræða.Gleym mér ei Þau eru með fullt af væntingum og framtíðarhorfum. Hvað á að gera næsta sumar? Á að fara niður í bæ á 17. júní? Það er svo ótrúlega margt sem fólk er búið að búa til, minningar og væntingar. Svo getur fólk líka verið búið að missa oft áður, eða verið búið að reyna ofboðslega lengi að eignast börn. Þannig að sorgin getur verið rosalega stór, þó svo að litlu krílin sem fæðast eru ekki stór í grömmum." „Þegar þú ert að fara að eignast barn þá breytiru oft öllu þínu lífi. Þú ferð að borða öðruvísi, þú ferð að lifa öðruvísi, þú skiptir jafnvel um bíl eða íbúð. Þú ert að gera allt til að gera þetta barn velkomið, og það er orðið stórt í þínum huga., bara um leið og þú veist að það er von á því. Sorgin fer ekki eftir vikufjölda. Sorgin er alltaf tengd því að við elskum þetta litla barm, og við erum sorgmædd þegar það fær ekki að vera með okkur." Mikilvægt að tjá sig við sína nánustu Frá árinu 1999 hefur Landspítalinn boðið foreldrum og einstaklingum sem misst hafa barn eftir 22 vikna meðgöngu, í stuðningshópastarf. Að sögn Bjarneyjar er þetta tækifæri fyrir foreldrana til að kynnast og deila reynslu sinni. Hóparnir hittast í fimm skipti og í fyrsta hópnum er venjan að hver og einn deili sögu sinni með hinum. Bjarney segir að þarna myndist mikið traust. „Það er ótrúlega erfitt að fara inn í einhvern hóp sem þú þekkir ekki, og eiga að fara að segja erfiðu söguna þína.“ Einnig koma aðrir foreldar inn í hópastarfið, fólks sem hefur gengið í gegnum þessa reynslu og er komið lengra í ferlinu. Þeir foreldrar deila reynslu sinni og segja frá því hvernig líf þeirra hefur breyst. „Ég held að það sé ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram; það verður gott aftur, þó að það sé ótrúlega erfitt á meðan þessi reynsla er ennþá svona hrá,“ segir Bjarney. Hún segir það einnig vera mikilvægt fyrir foreldra í þessari stöðu að viðhalda minningunum sem þau eiga um barnið sitt. „Fyrst um sinn geta það verið mjög erfitt, en þú kannski bara velur þér stað og tíma, og velur þér fólk sem þú vilt tala við. Tjáir þig við þá sem eru þér næstir. Það er ótrúlega mikilvægt að eiga fjölskyldu og vini sem vilja vera með þér í þessari erfiðu vinnu.“ Bjarney segir mikilvægt að fólk tjái sig um líðan sína við sína nánustu.Gleym mér ei Mikil hjálp í reynslusögum annarra Í ár fagnar Gleym mér ei styrktarfélag tíu ára afmæli og hefur margt verið að gerast innan félagsins í tilefni þess. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Á liðnu ári stóð félagið fyrir ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan var ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Ráðstefnan gekk vonum framar og félagið uppskar mikið lof fyrir hana. Á árinu stóð félagið einnig fyrir þematengdum samverustundum sem tileinkaðar voru ákveðnum hópi foreldra sem misst hafa á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu. Þar var fólki með svipaða reynslu boðið að koma saman og fá stuðning hvort frá öðru í öruggu umhverfi. Árlegir viðburðir félagsins hafa einnig spilað stóran sess á árinu og má þar nefna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem hefur verið ein helsta fjáröflun félagsins. Minningarstundin sem haldin er 15. október ár hvert var á sínum stað og hana sótti mikill fjöldi fólks alls staðar að. Svo hefur verið handavinnukvöld, pakkað saman í minningarkassa og fleira. Myndskeiðin þar sem foreldrar og fagaðilar deila sögum sínum voru tekin upp í sumar en birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur formanns félagsins er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því." Með aukinni vitundarvakningu hefur orðið mikill vöxtur í félaginu síðustu árin. Verkefnin eru fjölþætt og umfangið stórt, enda gefur félagið 150-200 Minningarkassa á ári og stendur að fræðslu og ýmis konar þjónustu við syrgjandi foreldra. Til þess að geta stutt sem best við syrgjendur hefur Gleym mér ei ákveðið að fara af stað með söfnunarátak. Fólki gefst nú tækifæri á að styðja verkefni Gleym mér ei með mánaðarlegum framlögum eða eingreiðslu hér. Heimasíða Gleym mér ei. Facebooksíða Gleym mér ei. Instagramsíða Gleym mér ei. Börn og uppeldi Sorg Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Bjarney er á meðal viðmælenda í röð myndskeiða á vegum Gleym mér ei – styrktarfélags til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Óvissan er erfiðust Í gegnum starfið sitt hjálpar Bjarney fólki að vinna úr þessari erfiðu reynslu og „gera hana eins fallega og hægt er“, eins og hún orðar það. Í því felst meðal annars að búa til minningar um þessa reynslu og þær minningar geta sumar verið fallegar, þrátt fyrir allt. „Í okkar vinnu þá hjálpum við fólki að nálgast börnin sín, bæði að sjá þau og taka myndir. Við tökum fótspor, handaspor og reynum að taka hárlokk ef hægt er,“ segir Bjarney en hún hefur einnig leitt fólk í gegnum það að gefa barni sínu nafn inni á fæðingarstofunni og skipuleggja kveðjustund þar sem jafnvel öll fjölskyldan kemur saman. Hún leiðir fólk einnig í gegnum ferlið skref fyrir skref og hjálpar foreldrunum að undirbúa sig undir það sem er í vændum. „Ég held að óvissan í svona aðstæðum sé oft svo erfið. Flestar konur spyrja, þegar barnið greinist andvana; „Get ég ekki bara farið í keisara?“ Það er mjög eðlileg spurning, af því að þú vilt kannski bara klára þetta strax. En það er ekki þannig. Lifið er ekki þannig.“ Þá segir Bjarney á að tíminn fram að fæðingunni sé ótrúlega mikilvægur. Foreldrarnir fái þannig tækifæri til að átta sig á aðstæðunum og jafnframt búa til minningar um barnið. „Það hefur verið sýnt fram á það í flestum rannsóknum að fæðingin, það að að vera með barnið eftir á, sjá það og koma við það, það getur skipt ótrúlega miklu máli þegar kemur að úrvinnslu í sorgarferlinu.“ Sorgin er einstaklingsbundin Bjarney bendir á þeir sem missi barn snemma á meðgöngu upplifi oft eins og gert sé minna úr þeirra sorg, miðað við þegar foreldrar missa barn seinna á meðgöngunni. Viðhorfið í samfélaginu sé oft þannig að missirinn sé ekki eins alvarlegur þegar um er að ræða agnarsmátt fóstur. „En sorgin er svo einstaklingsbundin. Það getur verið svo margt á bak við fósturlátin, eitthvað sem engin veit nema manneskjan sem missir. Og sorgin getur verið alveg jafn mikil. Í huga mæðra eða foreldra sem eiga von á barni þá getur 10 til 12 vikna gamalt fóstur samt verið barn foreldranna, jafnvel þó að það eigi enga lífsmöguleika þegar það fæðist. Bjarney bendir á að þó svo að fólk upplifi missi mjög snemma á meðgöngu þá geti sorgin verið alveg jafnmikil og þegar um fullvaxta fóstur er að ræða.Gleym mér ei Þau eru með fullt af væntingum og framtíðarhorfum. Hvað á að gera næsta sumar? Á að fara niður í bæ á 17. júní? Það er svo ótrúlega margt sem fólk er búið að búa til, minningar og væntingar. Svo getur fólk líka verið búið að missa oft áður, eða verið búið að reyna ofboðslega lengi að eignast börn. Þannig að sorgin getur verið rosalega stór, þó svo að litlu krílin sem fæðast eru ekki stór í grömmum." „Þegar þú ert að fara að eignast barn þá breytiru oft öllu þínu lífi. Þú ferð að borða öðruvísi, þú ferð að lifa öðruvísi, þú skiptir jafnvel um bíl eða íbúð. Þú ert að gera allt til að gera þetta barn velkomið, og það er orðið stórt í þínum huga., bara um leið og þú veist að það er von á því. Sorgin fer ekki eftir vikufjölda. Sorgin er alltaf tengd því að við elskum þetta litla barm, og við erum sorgmædd þegar það fær ekki að vera með okkur." Mikilvægt að tjá sig við sína nánustu Frá árinu 1999 hefur Landspítalinn boðið foreldrum og einstaklingum sem misst hafa barn eftir 22 vikna meðgöngu, í stuðningshópastarf. Að sögn Bjarneyjar er þetta tækifæri fyrir foreldrana til að kynnast og deila reynslu sinni. Hóparnir hittast í fimm skipti og í fyrsta hópnum er venjan að hver og einn deili sögu sinni með hinum. Bjarney segir að þarna myndist mikið traust. „Það er ótrúlega erfitt að fara inn í einhvern hóp sem þú þekkir ekki, og eiga að fara að segja erfiðu söguna þína.“ Einnig koma aðrir foreldar inn í hópastarfið, fólks sem hefur gengið í gegnum þessa reynslu og er komið lengra í ferlinu. Þeir foreldrar deila reynslu sinni og segja frá því hvernig líf þeirra hefur breyst. „Ég held að það sé ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram; það verður gott aftur, þó að það sé ótrúlega erfitt á meðan þessi reynsla er ennþá svona hrá,“ segir Bjarney. Hún segir það einnig vera mikilvægt fyrir foreldra í þessari stöðu að viðhalda minningunum sem þau eiga um barnið sitt. „Fyrst um sinn geta það verið mjög erfitt, en þú kannski bara velur þér stað og tíma, og velur þér fólk sem þú vilt tala við. Tjáir þig við þá sem eru þér næstir. Það er ótrúlega mikilvægt að eiga fjölskyldu og vini sem vilja vera með þér í þessari erfiðu vinnu.“ Bjarney segir mikilvægt að fólk tjái sig um líðan sína við sína nánustu.Gleym mér ei Mikil hjálp í reynslusögum annarra Í ár fagnar Gleym mér ei styrktarfélag tíu ára afmæli og hefur margt verið að gerast innan félagsins í tilefni þess. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Á liðnu ári stóð félagið fyrir ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan var ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Ráðstefnan gekk vonum framar og félagið uppskar mikið lof fyrir hana. Á árinu stóð félagið einnig fyrir þematengdum samverustundum sem tileinkaðar voru ákveðnum hópi foreldra sem misst hafa á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu. Þar var fólki með svipaða reynslu boðið að koma saman og fá stuðning hvort frá öðru í öruggu umhverfi. Árlegir viðburðir félagsins hafa einnig spilað stóran sess á árinu og má þar nefna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem hefur verið ein helsta fjáröflun félagsins. Minningarstundin sem haldin er 15. október ár hvert var á sínum stað og hana sótti mikill fjöldi fólks alls staðar að. Svo hefur verið handavinnukvöld, pakkað saman í minningarkassa og fleira. Myndskeiðin þar sem foreldrar og fagaðilar deila sögum sínum voru tekin upp í sumar en birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur formanns félagsins er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því." Með aukinni vitundarvakningu hefur orðið mikill vöxtur í félaginu síðustu árin. Verkefnin eru fjölþætt og umfangið stórt, enda gefur félagið 150-200 Minningarkassa á ári og stendur að fræðslu og ýmis konar þjónustu við syrgjandi foreldra. Til þess að geta stutt sem best við syrgjendur hefur Gleym mér ei ákveðið að fara af stað með söfnunarátak. Fólki gefst nú tækifæri á að styðja verkefni Gleym mér ei með mánaðarlegum framlögum eða eingreiðslu hér. Heimasíða Gleym mér ei. Facebooksíða Gleym mér ei. Instagramsíða Gleym mér ei.
Börn og uppeldi Sorg Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira