„Þarna sá ég í fyrsta skipti á ævinni mann tolleraðan á typpinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 08:31 Það var gaman hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í ÍBV liðinu þegar þeir fengu Axel Bigisson, aka BigSexy, til að skemmta í kveðjupartýi Dánjals Ragnarssonar. Vísir/Vilhelm Eyjamenn kvöddu á dögunum Færeyinginn Dánjal Ragnarsson og við það tilefni var hóað í sjálfan Big Sexy. Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sjá meira
Axel Birgisson, það er Big Sexy, sagði söguna af þessu kveðjupartýi í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Handknattleiksdeild ÍBV hafði orðið við beiðni Dánjal um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Dánjal spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV á laugardaginn en leikurinn var á móti Víkingi. Dánjal hafði stimplað sig einstaklega vel inn í Eyjasamfélagið og var stór partur af ÍBV liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson fengu Axel til sín í þáttinn Subway Körfuboltakvöld Extra sem er alltaf á þriðjudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson hefur séð lengi um þátt á FM957 á laugardögum þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson með Tómasi Steindórssyni.S2 Sport „Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart. Það var einhver búinn að lauma því að mér að ég væri á leiðinni í podcast. Ég fékk einhverjar lágmarksupplýsingar um það hvað væri að fara að gerast hérna í dag. Allt í einu er ég mættur hingað inn í ‚smink' í einu körfuboltatreyjunni sem ég á,“ sagði Axel Birgisson. „Þú hefur alltaf verið þungur á ÍBV-vagninum,“ skaut Stefán Árni þá inn í. „Sérstaklega í körfunni en ég er ekki hrifinn af þeim í fótboltanum. Í körfunni þar er ég þungur. Ég eignaðist þessa ÍBV-treyju, reyndar frá handboltamanni. Ég á ekki körfuboltatreyjuna frá þeim,“ sagði Axel. „Það er skemmtileg saga um hvernig þú fékkst þessa treyju gefins. Þú lentir í svolitlu um helgina í tengslum við þessa treyju,“ sagði Stefán. „Eigum við að fara eldsnöggt yfir það,“ sagði Axel og fékk strax jákvæð viðbrögð við því. „Hún á heima í sjónvarpi þessi saga,“ sagði Stefán. „Ég fer til Eyja um helgina með góðvini mínum Inga Bauer og þar erum við að skemmta fyrir ÍBV menn í handboltanum. Það tók svona tvö lög inn í klefanum hjá þeim þangað til að þeir voru allir farnir úr öllum fötunum sínum,“ sagði Axel. „Allir komnir á typpið. Þarna sá ég í fyrsta skiptið á ævinni mann tolleraðan á typpinu. Stemmningin var slík og alveg galin. Ég held að enginn annar en ÍBV maður gæti gert þetta,“ sagði Axel. Það má hlusta á þessa sögu hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra: Eftirminnileg stund í klefanum í Eyjum
ÍBV Olís-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða