„Þegar þú sveikst mig um kynlífið þá komstu heldur betur við veikan blett á mér“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2023 23:58 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Vísir/Getty Landsréttur staðfesti á föstudag dóm yfir karlmanni vegna umsáturseineltis hans í garð kvenkyns samstarfsfélaga. Maðurinn hlýtur tveggja mánaða fangelsisrefsingu, skilorðsbundna til tveggja ára. Þá er honum gert að greiða konunni 600 þúsund krónur, sem og annan máls- og áfrýjunarkostnað málsins. Tölvupóstar og önnur skilaboð sem maðurinn sendi konunni á tímabilinu apríl til október árið 2021 voru reifuð í dómnum. Þar sakaði hann konuna um að svíkja sig um kynlíf, og vildi meina að um væri að ræða ein mestu svik sem hann hafði orðið fyrir. Hann sagðist reiður konunni, en hélt því fram að hann myndi ekki gera henni neitt ef hún myndi halda sig frá honum. Konan bað manninn ítrekað um að hætta að áreita sig. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að maðurinn og konan hafi unnið á sama vinnustað og hafi hafið vinskap árin 2018 og 2019, sem hafi þróast út í „einhvers konar daður“. Henni hafi snerist hugur gagnvart sambandinu og fundist það óþægilegt þegar hún komst að því að hann ætti konu og börn. Hún hafi því hætt samskiptum við hann í apríl 2020. Ári síðar hafi hann byrjað að senda henni skilaboð, bæði í gegnum bland og tölvupóst. Fyrstu skilaboð hans hafi verið eftirfarandi: „Þú veist auðvitað alveg af hverju ég er svona reiður við þig. Ég er mjög sterkur bæði andlega og líkamlega að öllu jöfnu. En þegar þú sveikst mig um kynlífið sem þú lofaðir eftir allt saman þá komstu heldur betur við veikan blett á mér. Ég hefði algerlega sætt mig við allt saman og verið besti vinur til æviloka ef þú hefðir ekki svikið það. Þegar ég er orðinn svona spenntur og þú búinn að lofa mér þessu þá er ekkert aftur snúið engan veginn alls ekki bara. Þetta mun ég því miður aldrei sætta mig við og lang best fyrir þig að vera bara einhvernstaðar annarstaðar en ég er það sem eftir er. Ég tel mig hafa fullan rétt á að láta svona við þig þar sem þetta eru um það bil mestu svik sem ég hef orðið fyrir. Það verður bara að svo að vera um ókomna framtíð. En ef þú vilt bæta fyrir svikin þá fer öll spennan úr því um leið og við getum orðið bestu vinir sem nokkurn tíma hafa verið til. P.S ég mun samt auðvitað aldrei gera þér neitt. Bara verða reiður við þig og finnst ég hafa fullan rétt á því.“ „Svikin munu sitja í mér alla ævi vertu viss um það“ Fram kemur að konan hafi svarað manninum samdægurs: „Ég ætla að biðja þig um að láta mig í friði. Þetta áreiti og þessar ofsóknir frá þér í minn garð eru ekki að bera neinn tilgang svo vinsamlegast láttu mig í friði.“ Maðurinn svaraði konunni skömmu síðar og fram kemur í dómnum að hann hafi sent henni fjölda skilaboða dagana á eftir. „Þú snýrð þig ekki svona auðveldlega út úr þessu. Viðurkenndu bara að þú ert svona svakalega ómerkileg. Svikin munu sitja í mér alla ævi vertu viss um það.“ Konan lagði fram kæru til lögreglu vegna mannsins í september 2021. Maðurinn var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hann sagði ástæðuna fyrir skilaboðunum vera þá að hann hafi snöggreiðst þegar hann sá konuna í verslun. Fram kemur að maðurinn hafi hvatt konuna til að falla frá kærunni og boðið henni greiðslu. Hann sagðist óttast að yrði málið dregið fyrir dóm yrði „lygin sannleikur og sannleikurinn lygi.“ Í kjölfarið var óskað eftir nálgunarbanni í garð mannsins sem lögreglan samþykkti. Fyrir dómi hélt maðurinn því fram að hann hafi verið skotin í konunni. Hann sagði sig og konuna hafa talað saman um fátt annað en kynlíf „enda hafi greddan dregið þau saman“. Aðspurður út í ummæli sín þar sem hann rukkaði konuna um kynlíf, sagði hann konuna vissulega eiga rétt á því að skipta um skoðun, hins vegar hafi verið auðveldara fyrir hann að hugsa ekki rökrétt. Fannst samskiptin alltaf „mjög óþægileg“ Konan sagði fyrir dómi að hún hefði ekki upplifað sig örugga á meðan á þessu stóð. Þá greindi hún frá því að maðurinn hefði keyrt fram hjá húsi hennar daginn sem sonur hennar fermdist, sem henni hafi fundist óþægilegt. Einnig sagði hún ekki rétt að maðurinn hefði verið svikinn. Hver og einn eigi sjálfur að taka ákvarðanir um kynlíf sitt og eigi rétt á að skipta um skoðun. Þar að auki hafi hún ekki skipt um skoðun, henni hafi alltaf þótt „þetta mjög óþægilegt. Henni hafi fundist maðurinn reyna að þvinga sig til kynlífs, sérstaklega þegar litið væri til þess að hann sakaði hana ítrekað um svik í marga mánuði og hún beðið hann um að láta sig í friði. Maðurinn krafðist sýknu þar sem honum fannst ekki um að ræða umsáturseinelti. Landsréttur taldi hegðun hans hins vegar falla undir þá háttsemi, en líkt og áður segir staðfesti dómurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm mannsins, og gerir honum að greiða miskabætur og sakarkostnað málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Sat um konu sem hann sagði „hafa svikið sig um kynlíf“ Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og greiðslu bóta fyrir umsáturseinelti með því að hafa endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við konu sem var fyrrverandi vinnufélagi hans, á um hálfs árs tímabili 2021. 5. desember 2022 08:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tölvupóstar og önnur skilaboð sem maðurinn sendi konunni á tímabilinu apríl til október árið 2021 voru reifuð í dómnum. Þar sakaði hann konuna um að svíkja sig um kynlíf, og vildi meina að um væri að ræða ein mestu svik sem hann hafði orðið fyrir. Hann sagðist reiður konunni, en hélt því fram að hann myndi ekki gera henni neitt ef hún myndi halda sig frá honum. Konan bað manninn ítrekað um að hætta að áreita sig. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að maðurinn og konan hafi unnið á sama vinnustað og hafi hafið vinskap árin 2018 og 2019, sem hafi þróast út í „einhvers konar daður“. Henni hafi snerist hugur gagnvart sambandinu og fundist það óþægilegt þegar hún komst að því að hann ætti konu og börn. Hún hafi því hætt samskiptum við hann í apríl 2020. Ári síðar hafi hann byrjað að senda henni skilaboð, bæði í gegnum bland og tölvupóst. Fyrstu skilaboð hans hafi verið eftirfarandi: „Þú veist auðvitað alveg af hverju ég er svona reiður við þig. Ég er mjög sterkur bæði andlega og líkamlega að öllu jöfnu. En þegar þú sveikst mig um kynlífið sem þú lofaðir eftir allt saman þá komstu heldur betur við veikan blett á mér. Ég hefði algerlega sætt mig við allt saman og verið besti vinur til æviloka ef þú hefðir ekki svikið það. Þegar ég er orðinn svona spenntur og þú búinn að lofa mér þessu þá er ekkert aftur snúið engan veginn alls ekki bara. Þetta mun ég því miður aldrei sætta mig við og lang best fyrir þig að vera bara einhvernstaðar annarstaðar en ég er það sem eftir er. Ég tel mig hafa fullan rétt á að láta svona við þig þar sem þetta eru um það bil mestu svik sem ég hef orðið fyrir. Það verður bara að svo að vera um ókomna framtíð. En ef þú vilt bæta fyrir svikin þá fer öll spennan úr því um leið og við getum orðið bestu vinir sem nokkurn tíma hafa verið til. P.S ég mun samt auðvitað aldrei gera þér neitt. Bara verða reiður við þig og finnst ég hafa fullan rétt á því.“ „Svikin munu sitja í mér alla ævi vertu viss um það“ Fram kemur að konan hafi svarað manninum samdægurs: „Ég ætla að biðja þig um að láta mig í friði. Þetta áreiti og þessar ofsóknir frá þér í minn garð eru ekki að bera neinn tilgang svo vinsamlegast láttu mig í friði.“ Maðurinn svaraði konunni skömmu síðar og fram kemur í dómnum að hann hafi sent henni fjölda skilaboða dagana á eftir. „Þú snýrð þig ekki svona auðveldlega út úr þessu. Viðurkenndu bara að þú ert svona svakalega ómerkileg. Svikin munu sitja í mér alla ævi vertu viss um það.“ Konan lagði fram kæru til lögreglu vegna mannsins í september 2021. Maðurinn var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hann sagði ástæðuna fyrir skilaboðunum vera þá að hann hafi snöggreiðst þegar hann sá konuna í verslun. Fram kemur að maðurinn hafi hvatt konuna til að falla frá kærunni og boðið henni greiðslu. Hann sagðist óttast að yrði málið dregið fyrir dóm yrði „lygin sannleikur og sannleikurinn lygi.“ Í kjölfarið var óskað eftir nálgunarbanni í garð mannsins sem lögreglan samþykkti. Fyrir dómi hélt maðurinn því fram að hann hafi verið skotin í konunni. Hann sagði sig og konuna hafa talað saman um fátt annað en kynlíf „enda hafi greddan dregið þau saman“. Aðspurður út í ummæli sín þar sem hann rukkaði konuna um kynlíf, sagði hann konuna vissulega eiga rétt á því að skipta um skoðun, hins vegar hafi verið auðveldara fyrir hann að hugsa ekki rökrétt. Fannst samskiptin alltaf „mjög óþægileg“ Konan sagði fyrir dómi að hún hefði ekki upplifað sig örugga á meðan á þessu stóð. Þá greindi hún frá því að maðurinn hefði keyrt fram hjá húsi hennar daginn sem sonur hennar fermdist, sem henni hafi fundist óþægilegt. Einnig sagði hún ekki rétt að maðurinn hefði verið svikinn. Hver og einn eigi sjálfur að taka ákvarðanir um kynlíf sitt og eigi rétt á að skipta um skoðun. Þar að auki hafi hún ekki skipt um skoðun, henni hafi alltaf þótt „þetta mjög óþægilegt. Henni hafi fundist maðurinn reyna að þvinga sig til kynlífs, sérstaklega þegar litið væri til þess að hann sakaði hana ítrekað um svik í marga mánuði og hún beðið hann um að láta sig í friði. Maðurinn krafðist sýknu þar sem honum fannst ekki um að ræða umsáturseinelti. Landsréttur taldi hegðun hans hins vegar falla undir þá háttsemi, en líkt og áður segir staðfesti dómurinn tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm mannsins, og gerir honum að greiða miskabætur og sakarkostnað málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Sat um konu sem hann sagði „hafa svikið sig um kynlíf“ Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og greiðslu bóta fyrir umsáturseinelti með því að hafa endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við konu sem var fyrrverandi vinnufélagi hans, á um hálfs árs tímabili 2021. 5. desember 2022 08:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Sat um konu sem hann sagði „hafa svikið sig um kynlíf“ Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og greiðslu bóta fyrir umsáturseinelti með því að hafa endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við konu sem var fyrrverandi vinnufélagi hans, á um hálfs árs tímabili 2021. 5. desember 2022 08:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent