Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Árni Sæberg skrifar 18. desember 2023 10:57 Svörtu stafirnir á dósinni urðu Sýn að falli. Heimkaup Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar. Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Í ákvörðun nefndarinnar, sem tekin var þann 14. desember, segir að nefndinni hafi borist kvörtun vegna ætlaðra viðskiptaboða fyrir áfengi á Vísi. Í kvörtuninni hafi komið fram að á Vísi hafi birst auglýsing frá Víking Brugghúsi fyrir vörutegundina Víking Gylltur. Neðst í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða en með henni hafi hins vegar birst þær upplýsingar að Víking Gylltur hafi hlotið gullviðurkenningu á European Beer Challenge. Að mati kvartanda gæfi auglýsingin því til kynna að léttölið hafi fengið viðurkenninguna en hið rétta væri að áfenga útgáfan hafi hlotið þau. Litur letursins kom upp um bjórinn Í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar segir að þau viðskiptaboð sem kvörtun lúti að varði vörutegundina Víking Gylltur. Hún sé framleidd óáfeng og því heimilt að auglýsa þá útgáfu vörunnar. Í auglýsingunni á Vísi hafi hins vegar umbúðir áfengu útgáfunnar birst. Heiti tegundarinnar „Víking“ hafi verið ritað á flöskuna með svörtu letri, ásamt áfengisprósentunni 5,6%, en það letur vísi til áfengu tegundar vörunnar. Á umbúðum þeirrar óáfengu sé letrið hvítt, ásamt áfengisprósentunni 2,25%, til aðgreiningar fyrir neytendur. Upplýsingar sem birtust meðfram auglýsingunni um gullverðlaun/gullviðurkenningu frá European Beer Challenge eigi einnig aðeins við um áfengu útgáfuna af Víking Gylltum en tegundin hafi hlotið þau verðlaun árið 2022 í flokknum „International Style Pilsner“, samanber það sem fram kemur á vefsíðu keppninnar. Auglýsingin vísi því til áfengrar útgáfu vörunnar, bæði með umbúðum og vísun til fyrrgreindrar viðurkenningar. „Breytir engu þar um að auglýsingin hafi verið merkt með orðinu „Léttöl“, enda eru þær kröfur gerðar að lögum að einungis sé heimilt að auglýsa drykkjarvörur sem sannanlega eru óáfengar og á markaði fyrir neytendur.“ Margítrekað brotið reglurnar Með vísan til framangreindrar niðurstöðu hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Sýn í samræmi við lög um fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd telji hæfilegt að sektin nemi 1.500.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið tekið mið af því að Sýn hefur margítrekað brotið gegn ákvæði laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Jafnframt hafi verið litið til eðlis brots Sýnar og atvika máls að öðru leyti. Vísir er í eigu Sýnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira