Heimsmeistararnir í úrslit eftir dramatíska framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2023 18:29 Noregur er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta. EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT Noregur, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur gegn Dönum í framlengdum spennutrylli í kvöld, 28-29. Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið. HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið.
HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira