Vinnum saman – alltaf! Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 13. desember 2023 12:00 „Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Grindavík Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun