Miklar breytingar framundan í Sundhöllinni Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 11:56 Miklar breytingar verða gerðar í innilaug Sundhallarinnar. Reykjavíkurborg Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra. Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Lengi hefur staðið til að ráðast í breytingarnar en þeim ítrekað verið frestað, nú síðast í vor. Í fundargerð ráðsins segir að farið verði í útboð eftir áramót. Það hefur ekki verið auðvelt að koma breytingunum í gegn enda eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Laugarkerið endurgert Breytingarnar sem hafa verið samþykktar snúa að átta svæðum laugarinnar. Laugarsalnum, tæknirými, austursvölum, þvottaherbergi, laugargæslusvæði, suðursvölum, lóðinni og svo flokkunaraðstöðu. Það sem hefur verið rætt hvað mest síðustu ár er laugarsalurinn. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Á austursvölunum verður gufubað fjarlægt ásamt loftinntaki loftræstingar. Heitum pottum verður breytt og handrið svalanna og skjólveggir endurgerðir. Tveir gufuklefar í stað þvottaherbergis Þvottaherbergi laugarinnar sem staðsett er á neðri hæð verður fært í fyrrverandi herbergi forstöðumanns. Þess í stað verða gerðir tveir gufuklefar, þar af einn infrarauður, ásamt sturtum. Í dag er engin aðstaða fyrir laugarverði í innilauginni og veðrur bætt úr því. Ný aðstaða verður gerð í herbergi inn af laugarsalnum með gólfsíðum glervegg. Brettin gætu horfið Minjastofnun Íslands skilaði umsögn með umsögninni þar sem rætt var um laugarkerið. Í því er meðal annars rætt um stökkbretti innilaugarinnar. Í athugun er að fjarlægja þau vegna slysahættu en Minjastofnun eru stökkbrettin ekki ómissandi hluti af byggingarlist laugarinnar þar sem þau eru frá 1953. Verði brettin fjarlægð verður hægt að minnka dýpi laugarkersins úr 3,7 metrum í þrjá metra.
Sundlaugar Borgarstjórn Reykjavík Arkitektúr Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira