Fátækt: Pólitísk stefna eða náttúrulögmál? Halldóra Mogensen skrifar 12. desember 2023 10:00 Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Félagsmál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar