Pabbi segir, mamma segir – bráðum koma dýrðleg jól Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. desember 2023 10:31 Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Jól Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun