Syngjum burt Pisadrauginn Gunnar Guðbjörnsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slakt gengi íslenskra barna í nýlegri Pisakönnun. Menn eru ekki á einu máli um ástæðurnar en þróunin á Íslandi virðist vera sú sama og hjá mörgum öðrum þjóðum, einungis verri. Í kjölfar óperusöngferils míns varð það mitt hlutskipti að stýra söngskóla og uppgötvanir mínar á þeim vettvangi hafa orðið mér æði lærdómsríkar. Vitaskuld tel ég það vera mitt meginhlutverk að leiðbeina nýjum kynslóðum söngvara en mér er löngu orðið ljóst að starfið þarf ekki og á ekki að einskorðast við það. Heilsueflandi áhrif söngs verða sífellt fleirum ljós og sjálfur er ég sannfærður um að söngkennsla muni í framtíðinni taka að verulegu leyti mið af ýmsum öðrum þáttum en þeim sem hafa verið ríkjandi. Á fjölmennri ráðstefnu um söng sem haldin var í Osló síðastliðið haust voru tvö umræðuefni sérlega áberandi: Jákvæð áhrif söngs á aldraða, sérstaklega þá sem glíma við heilabilun, og söngur barna og jákvæð áhrif hans. Hópur söngáhugafólks með mismunandi bakgrunn sótti ráðstefnuna. Sjálfur varð ég margs vísari þar og nú þegar ískyggilegar niðurstöður úr nýrri Pisakönnun berast okkur rifjast margt upp fyrir mér sem ég kynnti mér í Osló. Í stuttu máli má segja að mörgum var hugleikið hve slæmt það væri að almennur söngur barna hefði nánast horfið á neðri skólastigum alls staðar á Norðurlöndum. Kom á daginn að söngiðkun er ekki aðeins góð fyrir heilsuna heldur bjuggu sérfræðingar á ráðstefnunni yfir þeirri vitneskju að söngur hefði einnig afskaplega jákvæð áhrif á málþroska og lestrargetu barna, sé hann stundaður reglubundið frá unga aldri. Víða er unnið að því að endurvekja almennan söng í leikskólum og barnaskólum. Mun það rétta af hallann í Pisakönnuninni? Nei, ekki eitt og sér, en ásamt öðru stuðlar það ótvírætt að betri árangri auk þess sem söngur hressir, bætir og kætir. Ég get vitnað í eigin reynslu en ýmsar rannsóknir staðfesta að tónlistarnám hefur afgerandi og góð áhrif á námsgetu barna og ungmenna. Þetta er áhugavert svið og af þessu tilefni hafa rannsóknir á áhrifum söngs á heilastarfsemi barna verið efldar. Er ljóst að átak í því að gera söng aðgengilegan börnum yrði aðeins til góðs fyrir samfélagið. Góður maður sagði eitt sinn að reiður maður brysti ekki í söng. Söngur væri gleðigjafi og framkallaði hjá okkur sömu áhrif og hreyfing og skilaði okkur betri andlegri líðan. Söngur barna gæti því verið kjörin leið til að vinna gegn aukinni streitu, ofbeldi og andlegri vanlíðan í samfélaginu. Einnig hefur verið bent á að kórsöngur sé góð leið til að efla félagsfærni fólks og auka samhyggð einstaklinga. Margur Íslendingurinn hefur áttað sig á þeim miklu gæðum sem felast í því að iðka söng og ekki er verra ef hann stuðlar að bættum námsárangri í þokkabót. Ætti því að vera nokkuð augljóst að það er þjóðþrifamál að innleiða söng í leik- og grunnskólum á nýjan leik og gefa honum þann sess sem hann hafði. Menntamálaráðherra Dana hefur lýst því yfir að hann vilji innleiða söng í skólum landsins. Hann hefur fengið góð viðbrögð við tillögu sinni. Á ráðstefnunni í haust heyrði ég einnig af tilraunaverkefnum í Danmörku sem búist er við að leiði til að söngiðkun verði aftur á námskrá. Við ættum að fylgjast vel með því sem Danir og Norðmenn eru að gera en biðin eftir frekari rannsóknarniðurstöðum ætti að vera óþörf. Einföld leit á Google skilar ótal lærðum greinum með afgerandi niðurstöðum málinu til stuðnings. Gerum okkur öllum greiða og opnum fyrir söng barna í skólakerfinu á Íslandi og syngjum burt Pisadrauginn sem hefur hrellt okkur í allt of mörg ár. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz og óperusöngvari.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun