Kveikjum neistann - Leikskólinn er einn af lyklum að leið til árangurs Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 11. desember 2023 07:30 Lítið barn er lífsins stærsta gjöf, augasteinn foreldra sinna. Það eru merk skil þegar barn byrjar í leikskóla og þurfa bæði foreldrar og barn aðlögun að þeim breytingum. Það er gríðarlega mikilvægt að leikskólinn sé öruggur og að þar ríki fagmennska fram í fingurgóma. Hver leikskólakennari er dýrmætur og þekking hans á þroska og færni barna skiptir miklu máli þegar leikskólastarf er skipulagt. Börn byrja á leikskóla þegar svo margt er að gerast hjá þeim og þau að þroskast svo hratt. Þau eru að byrja að tala og tjá sig með orðum. Þá er mikilvægt að þau heyri tungumálið í umhverfinu svo þau auki jafnt og þétt við orðaforða sinn og málskilning. En góður málþroski er grunnur að vellíðan og velgengni. Það þarf að tala við börnin, lesa fyrir þau, syngja með þeim og fá þau til að segja frá. Leikurinn er dýrmæt leið til að kenna og þjálfa börn í máli og athöfnum. Áskoranir Það eru stórar áskoranir í íslenskum leikskólum. Þær snúast til dæmis um mönnun en það er erfitt að manna þá marga með menntuðum kennurum. Lög kveða á um að 66% starfsfólks skulu vera leikskólakennarar en árið 2022 störfuðu um það bil 25% menntaðra leikskólakennarar í leikskólum landsins. Skortur á þeim hefur leitt til þess meðal annars að til starfs eru ráðnir erlendir einstaklingar sem hafa ekki endilega svo mikla grunnfærni í íslensku. Það getur augljóslega haft áhrif á þróun máls hjá börnum. Ófaglært starfsfólk var 57.6% prósent. Það er umhugsunarvert hvort ekki þurfi að setja fram lágmarkskröfur hvað íslenskukunnáttu varðar. Við erum að tala um fyrsta skólastigið og til að það standi undir nafni þarf að fjölga menntuðum kennurum og efla notkun íslenskunnar mjög markvisst. Óbirt könnun hér á landi sýnir að stöðugt fleiri þriggja ára barna eru í áhættuhópi hvað viðkemur orðaforða og málþróun. Jafnvel glíma allt að 40% barnanna við stórar áskoranir í þeim efnum. Þarna kemur hlutur foreldra svo sannarlega inn í. Það verður aldrei of oft sagt hve stór hlutur þeirra er í málþróun barna sinni sem og í öllu sem að þeim snýr. Það er ekki ólíklegt að efla megi fræðslu fyrir foreldra á þessu sviði. Vísindi Gilbert Gottlieb (1929-2006) setti fram kenningu sem sýnir fram á að lykill þróunar einstaklinga er að þeir fái örvandi og ögrandi umhverfi. Þróun er samspil milli gena, taugakerfis, atferlis og umhverfis. Þess vegna er örvandi og ögrandi umhverfi gífurlega mikilvægt til að efla færni, þekkingu og þróun. Heikki Lyytinen einn af fremstu fræðimönnum Finna á sviði sálfræði og menntamála leggur áherslu á að leikskólar setji hreyfingu, orðaforða/málþróun og félagsfærni á oddinn. Hann telur rétt að hefja kennslu námsgreina eins og lestur þegar börn byrja í grunnskóla ekki fyrr. Í leikskóla sé hægt að kenna börnum nafn bókstafa á sama hátt og vid kennum theim nafn á til dæmis dýrum og hlutum: A, Á, hundur, bolti. Rannsókn sem undirritaður Hermundur Sigmundsson ásamt fleirum á mikilvægum þáttum fyrir grunnleggjandi heilastarfsemi (gráa og hvíta efni heilans) sýndi að lykilþættirnir eru; hreyfing (e. motion), félagsfærni/tengsl (e. relation) og ástríða (e. passion). Að læra nýja hluti og takast á við áskoranir. Þessir þættir eru einnig mikilvægir fyrir andlega heilsu einstaklings og vellíðan og eiga þeir við allt lífið eða frá unga aldri til fullorðins ára. Þetta eru lykilþættir í hugmyndafræði Kveikjum neistann og einmitt þeir þættir sem Heikki Lyytinen telur að leikskólar eigi að leggja áherslu á. Möguleikar Hver ætti forgangsröðunin að vera í leikskólum (sjá mynd)? Eflum orðaforða/málskilning með samveru, söng, lestri og ríkulegum samtölum við börnin. Rannsóknir sýna að minna er talað við drengi en stúlkur frá fæðingu og einnig að minna er lesið fyrir þá. Þarna eru sóknarfæri og þessu eigum við að breyta. Þrátt fyrir að hormónastarfsemi drengja geti haft þau áhrif að þeir eru einbeittir í leik, þá má ekki gleyma því að þeir þurfa einnig mikla þjálfun til að auka orðaforða og efla málþróun. Það sama á við um að ýta undir ánægju þeirra fyrir að lesa bækur og kynnast töfraheimi þeirra. Eflum tengsl/félagsfærni barna með því að stuðla að jákvæðum samskiptum gegnum leik. Sköpum aðstæður sem eru jákvæðar fyrir börnin, þar sem þau fá réttar áskoranir miðað við færni. Félagsfærni kemur ekki af sjálfu sér hana þarf að læra og þjálfa. Það er mikilvægt að vinna markvisst að kennslu góðrar hegðunar með jákvæðri styrkingu. Eflum hreyfingu og þar með hreyfifærni og hreysti barna. Það er mikilvægt að börn stundi hreyfingu í að minnsta kosti einn tíma á dag. Hreyfing er ekki einungis mikilvæg fyrir hreyfifærni og hreysti heldur einnig fyrir sjálfsmynd og vellíðan. Eflum gróskuhugarfar. Það er árangursríkt að vinna með hugarfar til að efla börn, foreldra og starfsfólk leikskóla í tengslum við gróskuhugarfar, ástríðu, þrautseigju, hugrekki og tilgang (e. meaning in life). Látum grósku hugarfar altumlykja heimili, skóla, íþróttafélög og þær stofnanir þar sem börn og unglingar eru. Sköpum yngstu kynslóðinni öruggt og hvetjandi umhverfi, umvefjum þau kærleika og hlýju. Njótum að sjá hvert og eitt þeirra blómstra, þeirra er svo sannarlega framtíðin! Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands. Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Leikskólar Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Lítið barn er lífsins stærsta gjöf, augasteinn foreldra sinna. Það eru merk skil þegar barn byrjar í leikskóla og þurfa bæði foreldrar og barn aðlögun að þeim breytingum. Það er gríðarlega mikilvægt að leikskólinn sé öruggur og að þar ríki fagmennska fram í fingurgóma. Hver leikskólakennari er dýrmætur og þekking hans á þroska og færni barna skiptir miklu máli þegar leikskólastarf er skipulagt. Börn byrja á leikskóla þegar svo margt er að gerast hjá þeim og þau að þroskast svo hratt. Þau eru að byrja að tala og tjá sig með orðum. Þá er mikilvægt að þau heyri tungumálið í umhverfinu svo þau auki jafnt og þétt við orðaforða sinn og málskilning. En góður málþroski er grunnur að vellíðan og velgengni. Það þarf að tala við börnin, lesa fyrir þau, syngja með þeim og fá þau til að segja frá. Leikurinn er dýrmæt leið til að kenna og þjálfa börn í máli og athöfnum. Áskoranir Það eru stórar áskoranir í íslenskum leikskólum. Þær snúast til dæmis um mönnun en það er erfitt að manna þá marga með menntuðum kennurum. Lög kveða á um að 66% starfsfólks skulu vera leikskólakennarar en árið 2022 störfuðu um það bil 25% menntaðra leikskólakennarar í leikskólum landsins. Skortur á þeim hefur leitt til þess meðal annars að til starfs eru ráðnir erlendir einstaklingar sem hafa ekki endilega svo mikla grunnfærni í íslensku. Það getur augljóslega haft áhrif á þróun máls hjá börnum. Ófaglært starfsfólk var 57.6% prósent. Það er umhugsunarvert hvort ekki þurfi að setja fram lágmarkskröfur hvað íslenskukunnáttu varðar. Við erum að tala um fyrsta skólastigið og til að það standi undir nafni þarf að fjölga menntuðum kennurum og efla notkun íslenskunnar mjög markvisst. Óbirt könnun hér á landi sýnir að stöðugt fleiri þriggja ára barna eru í áhættuhópi hvað viðkemur orðaforða og málþróun. Jafnvel glíma allt að 40% barnanna við stórar áskoranir í þeim efnum. Þarna kemur hlutur foreldra svo sannarlega inn í. Það verður aldrei of oft sagt hve stór hlutur þeirra er í málþróun barna sinni sem og í öllu sem að þeim snýr. Það er ekki ólíklegt að efla megi fræðslu fyrir foreldra á þessu sviði. Vísindi Gilbert Gottlieb (1929-2006) setti fram kenningu sem sýnir fram á að lykill þróunar einstaklinga er að þeir fái örvandi og ögrandi umhverfi. Þróun er samspil milli gena, taugakerfis, atferlis og umhverfis. Þess vegna er örvandi og ögrandi umhverfi gífurlega mikilvægt til að efla færni, þekkingu og þróun. Heikki Lyytinen einn af fremstu fræðimönnum Finna á sviði sálfræði og menntamála leggur áherslu á að leikskólar setji hreyfingu, orðaforða/málþróun og félagsfærni á oddinn. Hann telur rétt að hefja kennslu námsgreina eins og lestur þegar börn byrja í grunnskóla ekki fyrr. Í leikskóla sé hægt að kenna börnum nafn bókstafa á sama hátt og vid kennum theim nafn á til dæmis dýrum og hlutum: A, Á, hundur, bolti. Rannsókn sem undirritaður Hermundur Sigmundsson ásamt fleirum á mikilvægum þáttum fyrir grunnleggjandi heilastarfsemi (gráa og hvíta efni heilans) sýndi að lykilþættirnir eru; hreyfing (e. motion), félagsfærni/tengsl (e. relation) og ástríða (e. passion). Að læra nýja hluti og takast á við áskoranir. Þessir þættir eru einnig mikilvægir fyrir andlega heilsu einstaklings og vellíðan og eiga þeir við allt lífið eða frá unga aldri til fullorðins ára. Þetta eru lykilþættir í hugmyndafræði Kveikjum neistann og einmitt þeir þættir sem Heikki Lyytinen telur að leikskólar eigi að leggja áherslu á. Möguleikar Hver ætti forgangsröðunin að vera í leikskólum (sjá mynd)? Eflum orðaforða/málskilning með samveru, söng, lestri og ríkulegum samtölum við börnin. Rannsóknir sýna að minna er talað við drengi en stúlkur frá fæðingu og einnig að minna er lesið fyrir þá. Þarna eru sóknarfæri og þessu eigum við að breyta. Þrátt fyrir að hormónastarfsemi drengja geti haft þau áhrif að þeir eru einbeittir í leik, þá má ekki gleyma því að þeir þurfa einnig mikla þjálfun til að auka orðaforða og efla málþróun. Það sama á við um að ýta undir ánægju þeirra fyrir að lesa bækur og kynnast töfraheimi þeirra. Eflum tengsl/félagsfærni barna með því að stuðla að jákvæðum samskiptum gegnum leik. Sköpum aðstæður sem eru jákvæðar fyrir börnin, þar sem þau fá réttar áskoranir miðað við færni. Félagsfærni kemur ekki af sjálfu sér hana þarf að læra og þjálfa. Það er mikilvægt að vinna markvisst að kennslu góðrar hegðunar með jákvæðri styrkingu. Eflum hreyfingu og þar með hreyfifærni og hreysti barna. Það er mikilvægt að börn stundi hreyfingu í að minnsta kosti einn tíma á dag. Hreyfing er ekki einungis mikilvæg fyrir hreyfifærni og hreysti heldur einnig fyrir sjálfsmynd og vellíðan. Eflum gróskuhugarfar. Það er árangursríkt að vinna með hugarfar til að efla börn, foreldra og starfsfólk leikskóla í tengslum við gróskuhugarfar, ástríðu, þrautseigju, hugrekki og tilgang (e. meaning in life). Látum grósku hugarfar altumlykja heimili, skóla, íþróttafélög og þær stofnanir þar sem börn og unglingar eru. Sköpum yngstu kynslóðinni öruggt og hvetjandi umhverfi, umvefjum þau kærleika og hlýju. Njótum að sjá hvert og eitt þeirra blómstra, þeirra er svo sannarlega framtíðin! Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands. Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar